Monday, January 31, 2011

Bestu myndir ársins 1920 (kvikmyndagrein)

Tveir kvikmyndasérfræðingar hafa tekið í þrjú ár saman lista um topp 10 myndir fyrir 70 árum í stað þess að taka topp tíu myndir ársins. Í lok ársins 2010 tóku þeir því þar af leiðandi árið 1920 fyrir. Þeim fannst erfitt að taka listann saman því að margir leikstjórar gerðu sínar verri kvikmyndir þetta ár og kvikmyndaleikstjórar eins og Buster Keaton og Lloyd voru ennþá að gera stuttmyndir og Charlie Chaplin gerði ekki mynd árið 1920. Þetta ár má segja að hafi verið upphafið að endinum hjá D.W. Griffith.
Við getum sagt að árið 1920 sé lognið undan storminum því að ný kynslóð kvikmyndagerðamanna voru að ryðja sér veg í Hollywood og Evrópu og voru það menn eins og Chaplin, Keaton og Lloyd. En einnig erlendir menn eins og til dæmis Murnau, Lang, Pabst, Eisenstein, Pudovkin, Dozhenko, Kuleshov, Vertov, Ozu, Mizoguchi, Jean Epstein, Pabst, Hitchcock og fleiri.

Topplisti sérfræðinganna:

1. Maurice Tourneur kom með myndina The Last of the Mohicans sem er aðallega um stríð indijánanna við Breta, inn í myndina fléttast líka ástarsaga. Aðalhetja myndarinnar er Cora. Sjónarspil myndarinnar er mjög flott og það er stórkostlegt útsýni og landsvæði notað við tökur.


2. Way Down East eftir D.W.Griffith . Með aðalhlutverkið fer Lillian Gish, hún leikur unga konu sem er plötuð í hjónaband er síðan yfirgefin af manninum sínum og endar ein uppi með barnið þeirra hjóna sem deyr. Þá ræður hún sig sem vinnukonu á sveitarsetri þar sem sonurinn á heimilinu verður ástfanginn af henni. Hún er þar af leiðandi rekin í burtu af heimilinu.



3. Cecil B. De Mille leikstýrði Why Change Your Wife? en hún fjallar um konu sem hvetur mann sinn til að verja tíma með fallegri konu. Eftir að maður kyssir fallegu konuna fer kona hans frá honum því að hún gerir ráð fyrir að hann hafi haldið fram hjá. Maðurinn giftist því meintu framhjáhaldi, þá sér fyrrverandi kona hans eftir öllu saman og klæðir sig meira ögrandi og nær honum til baka. Myndi er ein stór tískusýning og voru topp hönnður þess tíma fengnir til að hanna fötin.




4. Erotikon eftir Stiller er ein af evrópsku myndunum sem bandaríkjamenn fengu innblástur frá eftir stríðið. Söguþráður hennar er akkurat öfugur viðmyndina á undan. Konan hélt fram hjá manninum sínum og er í gangi einskonar ástaferhyrningur. Það sem var athyglisvert við þessa mynd er að settið var stærra og klippingar tíðari. Einnig var spegilinn notaður á áhugaverðan hátt til að gera myndina dramatískari.



5. Næst koma tvær myndir sem eru eftir lítt þekktan leikstjóra William C. de Mille en hvorugar þessar myndir hafa verið gefnar út á DVD. Fyrir myndin heitir Jack Straw og er um mann og konu sem búa í íbúð í Harlem og verða svo ástfangin.  Konan verður svo rík og maðurinn er henni ekki lengur sambjóðandi. Þá dulbýr hann sig til að vinna hana aftur. Seinni myndin heitir Connrad in Quest of His Youth og er um mann sem kemur tilbaka sem hermaður frá Indlandi og finnst hann vera orðinn gamall. Hann reynr því að finna aftur æsku sína. Maðurinn verður á endanum ástfangin af konu sem lætur hann finnast vera ungan aftur.


úr Conrad in quest of his youth
6. Das Cabinet des Dr. Caligari sumir dæma þessa mynd og segja settið vera eins og í leikhúsi og myndina staðnaða. Þrátt fyrir mikla málningu og málaða leikmynd er svo ekki og eru oft listrænari. Myndin var líka tilraun á að færa stefnu frá öðrum listasviðum inní í kvikmyndir, expressíónisma. Myndinni tókst það og er expressíonismi meira að segja enn notaður í dag.


7. Næst koma tvær myndir eftir Andrew Lloyd, High and Dissy og Safety Last. Sú fyrri fjallar um ungan lækni sem hefur ekki mikið að gera. Hann verður ástfanginn af konu í fylliríi þegar hún gengur í svefni fyrir utan gluggan hans, hann hjálpar henni en læsist svo óvart úti á verönd hennar.

8. Neighbours var seinasta myndin af fimm stuttmyndum sem Keaton/Cline gerðu 1920. Myndin var Romeó og Júlíu ævintýri sem gerðist í tveim íbúðarblokkum hlið við hlið. Strákur  og stelpa úr sitthvorri blokkinni verða ástfangin en það óheppilega vill til að foreldrar þeirra eru óvinir. Þau ætla að giftast en pabbi stúlkunnar lokar hana inni á þriðju hæð, þaðan sem Keaton mun síðan bjarga henni eins og við sjáum í þessari senu:

Myndatakan í myndinni er áhugverð því við getum oft séð hvað er að gerast í báðum íbúðum í einu og sjáum meira en karakterarnir í myndinni.

9. Mästerman eftir Victor Sjöström er um Samuel sem er skyldugur til að taka unga vinnukonu til sín sem hann verður síðan ástfanginn af en hún er nú þegar ástfangin af ungum sjómanni. Samuel áttar sig á endanum á því að hann verður að gefa ást sína upp á bátinn og leyfa ungu elskendunum að vera saman.

10. Barrabas  eftir Feuillade er um Mann að nafni Strelitz sem neyðir fyrrverandi fanga í að fremja morð með því að plata hann með bréfum dáins sonar hans. Fyrrverandi fanginn er síðan hálshöggvin  fyrir morðið en á endanum tapar Strelitz baráttunni.



Micamacs

Micmacs kom út árið 2009 og er eftir leikstjórann Jean-Pierre Jeunet en hann er þekktastur fyrir Amélie og Delicatessen. Mér fannst sama stemmingin í Micmacs og Amélie en persónurnar í myndunum eiga það sameiginlegt að vera svolítið skrýtnar og eru smá ,,outsiders" en mjög sniðugar og útsjónarsamar. Þetta eru heldur ekki hinar týpísku bíómyndapersónur.



Micmacs fjallar um Bazil sem hefur misst föður sinn og næstum líf sitt út af tveimur vopnaframleiðendum. Hann lendir á götunni eftir slys og hittir þar fyrrverandi fanga, Slammer, sem leifir honum að búa  hjá sér og vinum sínum sem búa í einskonar húsi á ruslahaugunum. Vinahópurinn stendur saman af Buster, Ginnes heimsmethafa, Tiny Pete, sem er mjög flinkur uppfinningamaður, teygjanlegu stelpunni, og reiknivélinni (hún getur reiknað lengdir með því einu að horfa á hlutina sem hún á að mæla). Ekki heldur gleyma Remington sem er alltaf að þykjast vera Suður-Afrískur á ótrúlega skondin hátt. Seinast en ekki sýst er það mamma hússins sem sér m.a. um að elda ofan í þau. Saman hjálpa þau Bazil að ná fram hefndum á vopnaframleiðundunum með ótrúlegum hætti. En skrýtnu eiginleikar perónanna (sem ég nefndi hér áðan ) eiga allir eftir að nýtast vel í hefndarbaráttunni.



Þetta er ævintýramynd fyrst og fremsten einnig gaman-, fjölskyldu- og örlítil hasarmynd.                  
Hvernig vinirnir og Bazil steypa auðvaldinu af stóli og leysa flækjurnar sem þeir standa stundum frammi fyrir er mjög sniðugt og fyndið. Mér finnst Jean vera deila á auðvaldið í þessari mynd, að sjá hvernig forstjórar vopnafyrirtækjanna stjórna og búa, þeir eru orðnir valdafíklar og hugsa ekkert lengra hvaða áhrif viðskipti þeirra hefur á heiminn. Jean heldur með  litla manninum og þeim sem eru undir í samfélaginum sem koma sér áfram með læki og útsjónarsemi.

Myndin fannst mér henta öllum aldurshópum og er góð afþreying og mjög fyndin. Eins og ég kom inn á er þessi skemmtilega stemmninng í henni sú sama og er í Amélíe en ég kem ekki alveg fyrir mig hvernig hún myndast. Kannksi er það bara samspil persóna, húmors og staðnum þar sem myndin gerist, því að myndin er mjög sjónræn. Mig langaði oft að fara inn í myndina og kynnast perónunum og heiminum í myndini sem Jean náði að skapa mjög vel, allavega í augnablik.
Eini galli myndarinnar var sú að mér fannst hún svolítið lengi að byrja. Mæli eindregið með henni og enginn aðdáandi Amélie ætti að láta hana framhjá sér fara.

Tuesday, October 12, 2010

Riff: How I ended this summer


Rússnesk mynd um tvo menn sem búa á eyju og eru að mæla geislavirkni (eða eitthvað álíka). Annar maðurinn er eldri og er búin að vera lengur á eyjunni (hann og konan hans bjuggu þarna saman þangað til að þau eignuðust barn þá fluttti konan upp á land). Hinn maðurinn er ungur og er alger slugsi (sefur yfir sig sem dæmi). Einn daginn fer eldri maðurinn í veiðitúr. Á meðan fær yngri maðurinn vondar fréttir sem hann á að segja eldri manninum, þ.e. að fjölskylda hans hafi dáið.Yngri maðurinn segir þeim eldri fréttirnar ekki strax. Svo þegar hann kemst að þeim (sá eldri) verður hann brjálaður og reynir að drepa yngri manninn. Myndin endar með að eldri maðurinn endar á að vera einn á eyjunni en sá yngri fer á land aftur. Mennirnir faðma hvorn annan að skilnaði.
Þessi mynd var nú ekkert sérstaklega skemmtileg. Hún var mjög hæg, held bara ein sú hægasta mynd sem ég hef séð. Leikararnir sögðu svona hvor um sig 10 setningar í allri myndinni sem var 2 klst. löng (plús það að telja endalaust upp að einhverjum tölum). Myndin hafði ekki mikið afþreyingargildi en hún átti að vera meira listræn held ég og meira lagt upp úr því sjónræna og mörg flott skot voru í myndinni. Mér fannst þó skotin sum heldur löng og koma óþarflega oft, þurfum við virkilega að sjá húsið sem þeir bjuggu í svona 20 sinnum í myndinni í svona mínútu í hvert skipti. Þó að í evrópskum myndum séu yfirleitt langar klippingar fannst mér að oft mætti stytta þær niður og leyfa sögunni að fljóta meira áfram því að einn helsti galli myndarinnar var að hún var of löng. Myndin hefði verið mun betri ef hún hefði verið hálftíma styttri og hefði mér líkað betur við hana þá því svona mikið hægar og tallitlar myndir eru mjög þreytandi til lengdar.
Ágætis mynd, mæli ekki með henni sem afþreyingu heldur frekar ef þið eruð að leyta eftir óhefðbundinni  og öðruvísi mynd. Kannki var það einmitt ástæðan fyrir að mér líkaði ekki við hana því að ég er vön hinu hefðbundna ameríska og breska sniði á kvikmyndum. Einnig það að ég bjóst við að myndin væri öðruvísi uppbyggð og hafði of miklar væntingar.

Kann ekki að setja trailerinn hingað inn á svo að hér er slóðinn að honum:

Blogg um heimildamynd.





Gwendolin Bradshaw
Á Riff fór ég á myndina About face: Story about Gwendolin Bradshaw.
Þegar ég fór á þessa mynd vissi ég ekkert um hana og vissi ekki einu sinni að þetta væri heimildarmynd. Ég vissi bara það sem Urður sagði mér 5 mínútum áður en myndin byrjaði. Þessi mynd fjallar um Gwendolin og baráttu hennar í lífinu. Þegar Gwen var aðeins nokkurra mánaða brenndist hún illa því að mamma hennar sem þjáðist af ofskynjunum henti henni á bál sem maðurinn
hennar hafði gert, því að þau voru í útilegu.
Myndin sýnir okkur fyrst viðtal við Gwen u.þ.b. 14. ára gamla en svo er okkur hún sýnd hvernig hún lítur út í dag. Í fyrstu virðist hún ósköp venjuleg stelpa sem hefur yfirstaðið hindrarnir sínar og spilar meira að segja á gítar og fiðlu þrátt fyrir að hægri hendi hennar sé vansköpuð út af brunanum. En þegar betur er að gáð er Gwen þunglynd og hefur reynt að fremja sjálfsmorð a.m.k. 2svar og hefur verið á geðlyfjum síðan hún var pínulítil. Hún heldur einnig eignlega engu sambandi við pabba sinn.
svona fór höndinn hennar eftir slysið!

Fyrir miðbik myndarinnar kemst Gwen að því að hún eigi eldri systur og hittast þær. Það á eftir að hafa góð áhrif á Gwen að hafa einhvern í lífi sínu sem hugsar um hana og vill kynnast henni þrátt fyrir örin hennar.
Myndin snýst á endanum um að finna mömmu Gwen sem yfirgaf hana og pabba hennar eftir slysið. Gwen telur að það muni hjálpa sér að komast yfir það sem gerðist fyrir hana í æsku.
Gwen finnur á endanum mömmu sína og fær einhver svör hjá henni. Allavega virðist Gwen sátt í enda myndarinnar og hefur eignast fjölskyldu (eldri systur sína). Það sem hjálpart henni líka að sættast við hvað gerðist fyrir hana eru líka margir aðrir hlutir svo sem ráðstefnan sem hún fer á fyrir fórnarlömb brunaslysa og heyrir þau tala um reynslu sína. Einnig hjálpar það henni að hún fær vinnu í fatabúð og fólk nálgast hana og biður um hjálp hennar. Þarna áttar Gwen sig á að slysið er yfirstíganlegt og hún getur komist yfir það og þarf ekkert að skammast sín  fyrir örin. Þetta var ekki henni að kenna.
Myndin var mjög góð og kom mér skemmtilega að óvart og ég sé ekkert eftir að hafa farið á hana. Ég náttúrulega vissi ekkert um hvað myndin og hafði því engar væntingar. Ég myndi mæla með þessari mynd, hún er átakanleg, sorgleg og gleðileg. Það er líka áhugavert hvað maður gerir sér oft ekki grein fyrir því hvað maður hefur það auðvelt í lífinu meðan aðrir þurfa að berjast og svona myndir minna mann alltaf á það. Mér finnst myndin líka vekja spurningar um hvort að nauðsynlegt sé að dæla öllum þessum þunglyndislyfjum (og öðrum lyfjum) í fólk strax á unga aldri, þau virtust allavega ekki hjálpa Gwen mikið (þegar þarna komið við sögu)
Gwen að spila á fiðluna!

Thursday, September 30, 2010

Mínir uppáhalds þættir

Þar sem ég horfi mun meira á þætti en myndir ákvað ég að gera topplistan minn um þætti. Ég á mér marga uppáhalds þætti og var því erfitt að velja þessa úr en á endanum urðu þeir þessir.

Dexter
flokkur: spenna, drama, lögreglu.
Þessi þáttur er um blóðslettufræðingin Dexter sem á sér það leyndarmál að hann er raðmorðingi.
Það sem ég elska við Dexter er hvað maður getur haldið með honum aðra vikunna og vill láta handtaka hann hana næstu.
Oftast held ég þó með honum og það er skrýtið að sjá hvað engum grunar neitt í kringum hann. 
Verið er að sýna 5. seríuna í Bandaríkjunum um þessar mmundir. Besta serían hingað til var sú fjórða en önnur sería var líka mjög góð. Mæli eindregið með að horfa á þennan þátt og er ennþá jafngóður og hann var í 1. seríu eða jafnvel betri sem er ekki algegnt að gerist fyrir þætti. Oftast verða þeir lélegri eða breytast mikið því fleiri seríur sem koma.
Dexter hefur unnið t.d. tvö golden globe verðlaun og verið tilnefndur og unnið fjöldan öll af verðlaunum.
Með aðalhlutverk fer Michael C. Hall sem Dexter



Chuck
Flokkur:action, grín og drama.
Þátturinn fjallar um Chuck venjulegan mann sem vinnur í búðinni Buy More. Hann lendir í því að öll leyndarmál C.I.A. festast í heilanum á honum og þá breytist líf hans mikið.
Þetta er minn uppáhalds þáttur í augnablikinu. Það sem ég dýrka í þessum þætti er hvað spenna, drama og action blandast vel saman. +Eg tel að þessi þáttur bjóði upp á margt sem aðrir hafa ekki. Þættirnir geta þó oft verið mjög misjafnir, á meðan sumir þættirnir eru geðveikir eru aðrir bara svona allt í lagi og er það helsti galli þáttarins.
ég mæli með þessum þætti, þó að e.t.v. sé hann ekki fyrir alla sem sést best á áhorfendatölunum og hefur oft verið spurning um hvort þátturinn yrði endurnýjaður. Þó virðist það vera að þeir sem á annað borð líki við þáttinn dýrka hann hreinlega.
Þetta er dæmi um þátt sem hefur breyst mjög mikið, en mér finnst það virka í þessum þætti því að handritshöfundarnir áttu í þá hættu að fólk yrði fljótt leið á upphaflegu hugmyndinniþ
Fjórða sería er nú í gangi í Bandaríkjunum og stefnir hún í að verða besta serían hingað til þó að mér persónulega finnist önnur serían best hingað til. Með hlutverk Chucks fer Zachary Levi.





Beverly Hills 90210
Flokkur: unglingaþáttur (drama, ást)
Þessi þáttur fjallar um 8 ungmenni í West Beverly High í Beverly Hills og hvernig þau takast á við erfiðleika lífsins. Fylgst er með þeim gegnum 10 seríur svo að efni þáttarins breytist því augljóslega frá upphaflegu hugmyndinni.
Margir eru eflaust ósammála að þessi þáttur eigi heima á svona lista en þessi þáttur var brautryðjandi á mörgum sviðum og talaði opinskárra um ýmis unglingamálefni en aðrir unglingaþættir gerðu og var þetta einn af fyrstu unglingaþáttunum sinnar gerðar. Auk þess er þessi þáttur svo skemmtilega hallærislegur.
Þessi þáttur er ágætis afþreying, mér finnst þó fyrstu 5 seríurnar bestar (sérstaklega miðskólaárin) þó svo að restin sé fín.
Þátturinn 90210 er byggður á Beverly Hills 90210 og er ágætis unglingaþáttur. Mörgum finnst hann betri því að hann er nýtískulegri og fjallar um skemmtilegri málefni. ég er því ósammála því að hafa verður í huga að Beverly Hills 90210 er barn síns tíma og hefur verið opinskár þá og það flottasta. 
Aðalhlutverk: Jason Priestley, Jennie Garth, Ian Ziering, Brian Austin Green, Tori Spelling og Shannen Doherty svo að einhver dæmi séu tekin.





Skins
Flokkur: drama, grín, unglingaþáttur.
Breskur unglingaþáttur um hóp krakka í college. Hver þáttur fjallar um eina manneskju og skyggnist inn í líf hennar.
Þessi þáttur er ekki hinn týbíski unglingaþáttur og það er það sem ég líka við hann. Krakkarnir eru oftar en ekki virkilega skemmdir og eru í ruglinu (dópi og drekka mikið). Maður kann samt virkilega vel við þá. Komnar eru 4 seríur. í fyrstu tvem er fjallað um annan vinahóp en í næstu tveim. Fyrri tvær seríurnar eru miklu betri en 3. og 4. þó að þær séu góðar líka. Mér finnst bara eins og handritshöfundarnir séu að reyna að gera þau of mikið ,,messed up" í seinni seríunum í staðin fyrir húmorinn og raunverulegri krakka sem voru í þeim fyrri. Þess má geta að 5. sería er á leiðinni með enn nýjum vinahóð.
Þessi  þáttur er mjög góður og skemmtilegur. Helsta gagngrýnin á hann er að hann sé of mikið og sýni ekki breska unglinga í réttu ljósi og sé ekki góð fyrirmynd. Mér er alveg sama og maður getur ekki annað en elskað skíthælinn Tony, anorexíusjúklingin hana Cassie og stónerinn Chris svo að dæmi séu tekin. Þátturinn tekur á alvöru málefnum sem margt ungt fólk er að kljást við í dag.
Orðrómur er um að mynd sé á leiðinni svo hefur einnig verið gefin út skáldsagan Skins.





sería 3-4
Sería 1-2




















Friends
Flokkur: grín
Þennan þarf vart að kynna. Hann fjallar um 6 vini sem búa í New York og líf þeirra.
Það var erfitt að velja á milli Friends og How I met your mother, en á endanum valdi ég Frinds. Ástæðan er einfaldlega að mér finnst Friends vera stöðugra, þ.e. það var alltaf gott kom varla niðursveifla á meðan HIMYM hefur verið að dala seinustu tvær seríur og nær ekki húmornum á sama stig og hann var í fyrri seríum.
Friends er alltaf fyndið sama hversu oft maður horfir á það og er ég búin að horfa á suma þætti ábyggilega meira en 10x. Það sem er líka skemmtilegt við Friends að næstum allir hafa séð allavega einn þátt af því og alltaf hægt að tala um hann, þátturinn virðist höfða til flestra. Margt sem gerist í Friends gerist í daglegu lífi og lendir maður oft í því að tengjast eitthvað sem gerist í enhverjum Friendsþætti og margir í kringum mann hlæja líka. 
Friends er líka tiltölulega einföld hugmynd og er kannski ekki mikill söguþráður þannig séð og þessi þáttur er það sem kemst næst að endurspegla líf venjulegs fólks. Aðrir þættir gætu tekið sér friends sér til fyrirmyndar, þátturinn sýmir að það þarf ekki alltaf einhverja svaka söguþræði til að þátturinn gangi upp. Oft er bara nóg að hafa þetta einfalt.
Það er líka svo gaman að sjá hvað þau eru öll ólík og skapar það oft fyndnar aðstæður.
Til gamans má geta þá kenndi þátturinn mér muninn á þriðjudegi (Tuesday) og fimmtudegi(Tursday) á ensku með aðferð sem Joey (einn karakterinn) beitir.
Mæli eindregið með þessum. Ef þú hefur ekki horft á hann drífðu þig þá í að byrja og þú þarft ekkert að grípa inn í seríu eitt heldur getur gripið inn í þáttinn hvar sem er. Besta serían að mínu mati er 5 og 1 (þær eru 10 talsins).

Þetta var listinn minn og nokkrir af mínum fjölmörgu uppáhaldsþáttum. Ástæðan fyrir því að mér líkar betur við þætti en bíómyndir er sú að þegar ég horfi á myndir langar mig oft í meira, en í þáttunum get ég fylgst með fólkinu aftur og aftur.

Sunday, September 19, 2010

Maraþonmyndin!

Gerð maraþonmyndarinnar var erfiðari en ég bjóst við. Ég hélt að þetta myndi taka að hámarki svona 2 tíma.
Tökur gengu nú bara ágætlega en dálítill tími fór fyrst í að læra á myndavélina en þegar við vorum búin að ná tökum á henni fóru tökur að ganga hraðar fyrir sig.

Einna mesti tíminn fór í bekkjaratriðið í byrjun myndarinnar og vorum við frá svona 3 tima að taka það upp (mesti tíminn fór í að læra á vélina þar).

Myndin var tilbún kl. 10 um kvöldið en þá áttum við eftir að setja tónlistina inn á. Það hefði tekið skemmri tíma ef snúran og fjarstýringin hefðu verið í töskunni. við eyddum svona 2 tímum í að leyta að snúru sem passaðisem aldrei fannst svo að við þurftum að leyta annarra ráða. Myndin var loks tilbúin svona hálf 2 um nóttuna.

Sem sagt þetta var mun efiðara en ég hélt og tímafrekara. Mjög mikill tími fór líka í að spóla til baka yfir senur sem tókust ekki og finna rétta staðinn til að byrja á, þ.a. fyrir vikið þá hefðum við tekið helmingri styttri tíma í tökur. Myndin fannst mér takast vel betur en ég bjóst við og ég er ánægð með hana. Maður sér samt svo vel gallana í sinni eigin mynd og er maður alltaf mest gagngrýnin við sjálfan sig. Sem betur fer voru mistök (gallarnir) í myndinni ekki margir og smávægilegir miðað við aðstæðurnar sem við fengum en þó voru atriði í myndinni sem ég hefði viljað taka aftur.

Það var mjög gaman að taka upp þessa mynd þrátt fyrir tíman sem þetta tók og ég hlakka til gerð heimildarmyndarinnar!

Mér fannst hinar myndirnar allar góðar og erfitt var að skera úr hver þeirra var best. Greinilegt var að allir vönduðu sig við gerð myndanna og lögðu í þær mikla vinnu.

Sunday, September 12, 2010

Forrest Gump

Forrest Gump
Um síðustu helgi horfði ég á myndina Forrest Gump. Myndin kom út 1994 en gerist á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Myndin fjallar um hinn góðhjartaða Forrest Gump sem elst upp hjá mömmu sinni í sveit í Georgíu fylki. Hann hefur lága greindarvísitölu á þess vegna ekki að komast inn í skóla en vegna baráttu mömmu hans fær hann þó skólavist. Engum krakkanna líkar vel við Forrest og eignast hann aðeins einn vin hana Jenny.
Forrest er einfaldur og er skrýtið að sjá hvernig hann sér heiminn öðruvísi en flestir. Hann skynjar oft ekki aðstæðurnar, hann skyldi t.d. ekki að pabbi Jennyar var að misnota hana þegar þau voru lítil og að hún ætti þess vegna erfitt.                                                                                                                                                         Forrest afrekar mikið í lífi sínu hann fær orðu fyrir víetnamstríðið þar sem hann bjargaði lífum nokkra manna. Í stríðinu eiganðist hann tvo góða vini, Bobby og Lt. Dan sá síðarnefndi átti eftir að reynast honum vel.                                                                                                                                                           Forrest hvatti fólk til að hlaupa með hlaupum sínum þvert yfir Bandaríkin. Hann fór einnig á heimsmeistaramótið í borðtennis og vann sér þar inn pening. Forrest og Lt. Dan fóru saman fyrir þá peninga í rækjurekstur. Reksturinn byrjar hörmulega fyrst en með heppni sinni fá þeir á endanum mikinn pening út úr rækjurekstrinum og fjárfestir Dan í Applefyrirtækinu fyrir gróðann. Forrest þarf aldrei að hugsa um peninga aftur og lifir góðu lífi á gróðanum. Forrest hittir auk þessa nokkrum sinnum forseta Bandaríkjanna. 
Þrátt fyrir þessi afrek þá hugsar hann samt bara um æskuástina hana Jenny.

Forrest að hlaupa
Myndin er vel  gerð og ávallt virðist Forrest vera mjög heppinn og kemst áfram á eigin þrautsegju. Hann er barnalegur og veit ekki hversu mikið hann hafði áorkað í raun og veru og afleiðingar gjörða sinna. Forrest skynjaði t.d. aldrei andúðina sem sumir sýndu gegn hermönnum á þessum tíma.
Myndin sýnir vel byltingartímana sem áttu sér stað á þessum tíma m.a. víetnam stríðið og hippana.  Í myndinni kemur líka fram margir frægir listamenn þess tíma s.s. John Lennon, Elvis Presley, Richard Nixon og JFK.  Frægasta setning myndarinnar er án efa ,,Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvaða mola þú færð“ ("life is just like a box full of chocolate, you never know what your are gonna get"). Fleiri skemmtilegar setningar eru í myndinni eins og ,,Run Forrest, run" og ,,Hi, I'm Forrest, Forrest Gump".
Forrest og John Lennon saman í sjónvarpsþætti
Myndin er mjög vel leikin enda fer Tom Hanks með hlutverk Forrest Gump

Myndin endar  með því að Jenny og Forrest giftast, þó að hún sé dauðvona. Jenny deyr stuttu seinna og Forrest elur upp son þeirra.                                                                                                                                Myndin sýnir okkur að ástin getur kviknað hjá hverjum sem er. Þó að Jenny hafi verið treg að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hún elskaði Forrest þá sá hún að sér. Myndin sýnir okkur líka að maður má ekki afskrifa neinn, fólk getur áorkað meira en maður dettur í hug eins og Forrest sýndi vel. Ég var búin að gleyma hvað þetta væri góð og skemmtileg mynd en líka átakanleg. Ég gef henni 4* af 5.
Ég enda þessa færslu með myndum af Jenny og Forrest