Monday, April 4, 2011

The Adjustment Bureau

Í síðustu viku fór ég á the adjustment bureau. Hún fjallar um ungann pólitískus, David (Matt Damon), þann yngsta í sögunni til að bjóða sig fram til öldungardeildarþings Bandaríkjanna. Hann tapar kosingunum en á kosningakvöldinu kynnist hann ballerínunni Elise (Emily Blunt) sem hefur djúpstæð áhrif á hann.
Þremur árum seinna vinnur hann hjá virtu fjármálafyrirtæki og hittir þá stelpuna aftur fyrir tilviljun í strætisvagni.
Við komumst að því að þau áttu ekki að hittast því að starfsmenn hinnars svokölluðu adjustment bureau stjórna örlögum mannanna samkvæmt fyrirmælum stjórans (the guard). Þeir gera allt til að stía elskendunum í sundur en það er orðið of seint og reyna David og Elise að forða sér frá ,,örlögum" sínum.

The Adjustment Bureau Poster

Ég verð að segja að ég bjóst við að þessi mynd yrði betri sérstaklega þar sem Matt Damon leikur í henni. Ég varð fyrir smá vonbrigðum því að mér fannst hún smá kjánaleg. Ég valdi hana því að hún hafði verið að fá svo góða dóma á netinu á  flestum stöðum sem ég kíti á fékk hún **** af fimm mögulegum. Hún fékk líka 7,2 á imdb. Myndin er þó ágætis afþreying en verður seint kölluð eitthvað meistaraverk. Kannski var það sem fór í taugarnar á mér hvað myndin var svakalega bandarísk.
Eitt af því sem gerði myndina svona kjánalega voru starfsmenn adjustment bureau enduðu allir nafnið sitt á son. Það voru t.d. Thomsson og Richardsson og þeir áttu að vera englar en ,,the guard" guð. Ég held að ef þeir hefðu sleppt því hefði myndin orðið betri og minna kjánaleg. Það voru líka sögustaðreyndum haldið fram sem pössuðu ekki alveg.
Mér fannst líka endirinn á myndinni cheap lausn, vil ekki spoila myndinni fyrir ykkur en hann hefði geta verið betur útfærður og útpældur að mínu mati. Ég hugsaði  að það hefði verið lítill tilgangur í öllum þessum eltingarleik.


Það er þó ekkert út á leikinn að setja enda er Matt Damon fantagóður leikari og mótleikarar hans ekki síðri. Myndin er líka mjög vel gerð og tónlistin skapar alveg spenning á köflum. Það er handritið sem er ekki nógu gott en þeir voru heppnir að fá gott fólk með sér sem halda myndinni uppi því að annars væri hún mun verri.
Myndin var þó alveg góð ef maður gat litið fram hjá kjánaleg heitunum og getur verið að mörgum þykir meira í myndina spunnið en mér. Ég verð líka að viðurkenna að á tímabili var ég mjög spennt. Mæli alveg með henni ef þið viljið sjá ágætis mynd, kannski bjóst ég bara við of miklu eftir ég sá hvað fólk á netinu gaf henni góða dóma.


1 comment:

  1. Það er svo skrítið hvað lítið er að marka imdb um nýjar myndir. Stundum grunar mann að stúdíóin séu með fólk í vinnu að gefa myndunum sínum tíur (raunar hefur svoleiðis komist upp, mig minnir að Sony/Columbia hafi verið gripnir við eitthvað svoleiðis fyrir nokkrum árum).

    Ágæt færsla. 5 stig.

    ReplyDelete