Tuesday, October 12, 2010
Riff: How I ended this summer
Rússnesk mynd um tvo menn sem búa á eyju og eru að mæla geislavirkni (eða eitthvað álíka). Annar maðurinn er eldri og er búin að vera lengur á eyjunni (hann og konan hans bjuggu þarna saman þangað til að þau eignuðust barn þá fluttti konan upp á land). Hinn maðurinn er ungur og er alger slugsi (sefur yfir sig sem dæmi). Einn daginn fer eldri maðurinn í veiðitúr. Á meðan fær yngri maðurinn vondar fréttir sem hann á að segja eldri manninum, þ.e. að fjölskylda hans hafi dáið.Yngri maðurinn segir þeim eldri fréttirnar ekki strax. Svo þegar hann kemst að þeim (sá eldri) verður hann brjálaður og reynir að drepa yngri manninn. Myndin endar með að eldri maðurinn endar á að vera einn á eyjunni en sá yngri fer á land aftur. Mennirnir faðma hvorn annan að skilnaði.
Þessi mynd var nú ekkert sérstaklega skemmtileg. Hún var mjög hæg, held bara ein sú hægasta mynd sem ég hef séð. Leikararnir sögðu svona hvor um sig 10 setningar í allri myndinni sem var 2 klst. löng (plús það að telja endalaust upp að einhverjum tölum). Myndin hafði ekki mikið afþreyingargildi en hún átti að vera meira listræn held ég og meira lagt upp úr því sjónræna og mörg flott skot voru í myndinni. Mér fannst þó skotin sum heldur löng og koma óþarflega oft, þurfum við virkilega að sjá húsið sem þeir bjuggu í svona 20 sinnum í myndinni í svona mínútu í hvert skipti. Þó að í evrópskum myndum séu yfirleitt langar klippingar fannst mér að oft mætti stytta þær niður og leyfa sögunni að fljóta meira áfram því að einn helsti galli myndarinnar var að hún var of löng. Myndin hefði verið mun betri ef hún hefði verið hálftíma styttri og hefði mér líkað betur við hana þá því svona mikið hægar og tallitlar myndir eru mjög þreytandi til lengdar.
Ágætis mynd, mæli ekki með henni sem afþreyingu heldur frekar ef þið eruð að leyta eftir óhefðbundinni og öðruvísi mynd. Kannki var það einmitt ástæðan fyrir að mér líkaði ekki við hana því að ég er vön hinu hefðbundna ameríska og breska sniði á kvikmyndum. Einnig það að ég bjóst við að myndin væri öðruvísi uppbyggð og hafði of miklar væntingar.
Kann ekki að setja trailerinn hingað inn á svo að hér er slóðinn að honum:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Það er ekkert mál að setja trailerinn inn. Smella bara á Embed hnappinn og afrita kóðann yfir í færsluna.
ReplyDeleteÁgæt færsla. Rússar eru alveg sér á báti hvað langar tökur og langdregnar myndir varðar, þ.a. það má vel vera að þessi hefði meira að segjar reynst erfið fyrir einhvern með áralanga þjálfun af evrópskum listrænum myndum.
5 stig.