Dexter
flokkur: spenna, drama, lögreglu.
Þessi þáttur er um blóðslettufræðingin Dexter sem á sér það leyndarmál að hann er raðmorðingi.
Það sem ég elska við Dexter er hvað maður getur haldið með honum aðra vikunna og vill láta handtaka hann hana næstu.
Oftast held ég þó með honum og það er skrýtið að sjá hvað engum grunar neitt í kringum hann.
Verið er að sýna 5. seríuna í Bandaríkjunum um þessar mmundir. Besta serían hingað til var sú fjórða en önnur sería var líka mjög góð. Mæli eindregið með að horfa á þennan þátt og er ennþá jafngóður og hann var í 1. seríu eða jafnvel betri sem er ekki algegnt að gerist fyrir þætti. Oftast verða þeir lélegri eða breytast mikið því fleiri seríur sem koma.
Dexter hefur unnið t.d. tvö golden globe verðlaun og verið tilnefndur og unnið fjöldan öll af verðlaunum.
Með aðalhlutverk fer Michael C. Hall sem Dexter
Chuck
Flokkur:action, grín og drama.
Þátturinn fjallar um Chuck venjulegan mann sem vinnur í búðinni Buy More. Hann lendir í því að öll leyndarmál C.I.A. festast í heilanum á honum og þá breytist líf hans mikið.
Þetta er minn uppáhalds þáttur í augnablikinu. Það sem ég dýrka í þessum þætti er hvað spenna, drama og action blandast vel saman. +Eg tel að þessi þáttur bjóði upp á margt sem aðrir hafa ekki. Þættirnir geta þó oft verið mjög misjafnir, á meðan sumir þættirnir eru geðveikir eru aðrir bara svona allt í lagi og er það helsti galli þáttarins.
ég mæli með þessum þætti, þó að e.t.v. sé hann ekki fyrir alla sem sést best á áhorfendatölunum og hefur oft verið spurning um hvort þátturinn yrði endurnýjaður. Þó virðist það vera að þeir sem á annað borð líki við þáttinn dýrka hann hreinlega.
Þetta er dæmi um þátt sem hefur breyst mjög mikið, en mér finnst það virka í þessum þætti því að handritshöfundarnir áttu í þá hættu að fólk yrði fljótt leið á upphaflegu hugmyndinniþ
Fjórða sería er nú í gangi í Bandaríkjunum og stefnir hún í að verða besta serían hingað til þó að mér persónulega finnist önnur serían best hingað til. Með hlutverk Chucks fer Zachary Levi.
Beverly Hills 90210
Flokkur: unglingaþáttur (drama, ást)
Þessi þáttur fjallar um 8 ungmenni í West Beverly High í Beverly Hills og hvernig þau takast á við erfiðleika lífsins. Fylgst er með þeim gegnum 10 seríur svo að efni þáttarins breytist því augljóslega frá upphaflegu hugmyndinni.
Margir eru eflaust ósammála að þessi þáttur eigi heima á svona lista en þessi þáttur var brautryðjandi á mörgum sviðum og talaði opinskárra um ýmis unglingamálefni en aðrir unglingaþættir gerðu og var þetta einn af fyrstu unglingaþáttunum sinnar gerðar. Auk þess er þessi þáttur svo skemmtilega hallærislegur.
Þessi þáttur er ágætis afþreying, mér finnst þó fyrstu 5 seríurnar bestar (sérstaklega miðskólaárin) þó svo að restin sé fín.
Þátturinn 90210 er byggður á Beverly Hills 90210 og er ágætis unglingaþáttur. Mörgum finnst hann betri því að hann er nýtískulegri og fjallar um skemmtilegri málefni. ég er því ósammála því að hafa verður í huga að Beverly Hills 90210 er barn síns tíma og hefur verið opinskár þá og það flottasta.
Aðalhlutverk: Jason Priestley, Jennie Garth, Ian Ziering, Brian Austin Green, Tori Spelling og Shannen Doherty svo að einhver dæmi séu tekin.
Skins
Flokkur: drama, grín, unglingaþáttur.
Breskur unglingaþáttur um hóp krakka í college. Hver þáttur fjallar um eina manneskju og skyggnist inn í líf hennar.
Þessi þáttur er ekki hinn týbíski unglingaþáttur og það er það sem ég líka við hann. Krakkarnir eru oftar en ekki virkilega skemmdir og eru í ruglinu (dópi og drekka mikið). Maður kann samt virkilega vel við þá. Komnar eru 4 seríur. í fyrstu tvem er fjallað um annan vinahóp en í næstu tveim. Fyrri tvær seríurnar eru miklu betri en 3. og 4. þó að þær séu góðar líka. Mér finnst bara eins og handritshöfundarnir séu að reyna að gera þau of mikið ,,messed up" í seinni seríunum í staðin fyrir húmorinn og raunverulegri krakka sem voru í þeim fyrri. Þess má geta að 5. sería er á leiðinni með enn nýjum vinahóð.
Þessi þáttur er mjög góður og skemmtilegur. Helsta gagngrýnin á hann er að hann sé of mikið og sýni ekki breska unglinga í réttu ljósi og sé ekki góð fyrirmynd. Mér er alveg sama og maður getur ekki annað en elskað skíthælinn Tony, anorexíusjúklingin hana Cassie og stónerinn Chris svo að dæmi séu tekin. Þátturinn tekur á alvöru málefnum sem margt ungt fólk er að kljást við í dag.
Orðrómur er um að mynd sé á leiðinni svo hefur einnig verið gefin út skáldsagan Skins.
sería 3-4 |
Sería 1-2 |
Friends
Flokkur: grín
Þennan þarf vart að kynna. Hann fjallar um 6 vini sem búa í New York og líf þeirra.
Það var erfitt að velja á milli Friends og How I met your mother, en á endanum valdi ég Frinds. Ástæðan er einfaldlega að mér finnst Friends vera stöðugra, þ.e. það var alltaf gott kom varla niðursveifla á meðan HIMYM hefur verið að dala seinustu tvær seríur og nær ekki húmornum á sama stig og hann var í fyrri seríum.
Friends er alltaf fyndið sama hversu oft maður horfir á það og er ég búin að horfa á suma þætti ábyggilega meira en 10x. Það sem er líka skemmtilegt við Friends að næstum allir hafa séð allavega einn þátt af því og alltaf hægt að tala um hann, þátturinn virðist höfða til flestra. Margt sem gerist í Friends gerist í daglegu lífi og lendir maður oft í því að tengjast eitthvað sem gerist í enhverjum Friendsþætti og margir í kringum mann hlæja líka.
Friends er líka tiltölulega einföld hugmynd og er kannski ekki mikill söguþráður þannig séð og þessi þáttur er það sem kemst næst að endurspegla líf venjulegs fólks. Aðrir þættir gætu tekið sér friends sér til fyrirmyndar, þátturinn sýmir að það þarf ekki alltaf einhverja svaka söguþræði til að þátturinn gangi upp. Oft er bara nóg að hafa þetta einfalt.
Það er líka svo gaman að sjá hvað þau eru öll ólík og skapar það oft fyndnar aðstæður.
Til gamans má geta þá kenndi þátturinn mér muninn á þriðjudegi (Tuesday) og fimmtudegi(Tursday) á ensku með aðferð sem Joey (einn karakterinn) beitir.
Mæli eindregið með þessum. Ef þú hefur ekki horft á hann drífðu þig þá í að byrja og þú þarft ekkert að grípa inn í seríu eitt heldur getur gripið inn í þáttinn hvar sem er. Besta serían að mínu mati er 5 og 1 (þær eru 10 talsins).
Þetta var listinn minn og nokkrir af mínum fjölmörgu uppáhaldsþáttum. Ástæðan fyrir því að mér líkar betur við þætti en bíómyndir er sú að þegar ég horfi á myndir langar mig oft í meira, en í þáttunum get ég fylgst með fólkinu aftur og aftur.
Löng og ítarleg færsla, og nokkuð góð. 9 stig.
ReplyDeleteÉg held ég hafi einhvern tímann horft á alla þessa þætti nema Skins.
Dexter er alltaf ansi góður, en ég er enn í smá sjokki eftir endann á 4. seríu.
Ég er eiginlega búinn að gefast upp á Chuck. Mér fannst 3. serían ekki alveg nógu góð, og mér finnst þróun aðalpersónunnar ekki nógu trúverðug (að hann skyldi velja njósnir fram yfir Söru).
Er How I Met Your Mother ekki bara eftirlíking af Friends?
Ég held ég hafi horft á fyrstu 3-4 seríurnar af Beverly Hills (og þegar ég horfði á þá voru þeir ennþá kúl... sem sagt vandræðalega langt síðan).