Monday, January 31, 2011

Bestu myndir ársins 1920 (kvikmyndagrein)

Tveir kvikmyndasérfræðingar hafa tekið í þrjú ár saman lista um topp 10 myndir fyrir 70 árum í stað þess að taka topp tíu myndir ársins. Í lok ársins 2010 tóku þeir því þar af leiðandi árið 1920 fyrir. Þeim fannst erfitt að taka listann saman því að margir leikstjórar gerðu sínar verri kvikmyndir þetta ár og kvikmyndaleikstjórar eins og Buster Keaton og Lloyd voru ennþá að gera stuttmyndir og Charlie Chaplin gerði ekki mynd árið 1920. Þetta ár má segja að hafi verið upphafið að endinum hjá D.W. Griffith.
Við getum sagt að árið 1920 sé lognið undan storminum því að ný kynslóð kvikmyndagerðamanna voru að ryðja sér veg í Hollywood og Evrópu og voru það menn eins og Chaplin, Keaton og Lloyd. En einnig erlendir menn eins og til dæmis Murnau, Lang, Pabst, Eisenstein, Pudovkin, Dozhenko, Kuleshov, Vertov, Ozu, Mizoguchi, Jean Epstein, Pabst, Hitchcock og fleiri.

Topplisti sérfræðinganna:

1. Maurice Tourneur kom með myndina The Last of the Mohicans sem er aðallega um stríð indijánanna við Breta, inn í myndina fléttast líka ástarsaga. Aðalhetja myndarinnar er Cora. Sjónarspil myndarinnar er mjög flott og það er stórkostlegt útsýni og landsvæði notað við tökur.


2. Way Down East eftir D.W.Griffith . Með aðalhlutverkið fer Lillian Gish, hún leikur unga konu sem er plötuð í hjónaband er síðan yfirgefin af manninum sínum og endar ein uppi með barnið þeirra hjóna sem deyr. Þá ræður hún sig sem vinnukonu á sveitarsetri þar sem sonurinn á heimilinu verður ástfanginn af henni. Hún er þar af leiðandi rekin í burtu af heimilinu.



3. Cecil B. De Mille leikstýrði Why Change Your Wife? en hún fjallar um konu sem hvetur mann sinn til að verja tíma með fallegri konu. Eftir að maður kyssir fallegu konuna fer kona hans frá honum því að hún gerir ráð fyrir að hann hafi haldið fram hjá. Maðurinn giftist því meintu framhjáhaldi, þá sér fyrrverandi kona hans eftir öllu saman og klæðir sig meira ögrandi og nær honum til baka. Myndi er ein stór tískusýning og voru topp hönnður þess tíma fengnir til að hanna fötin.




4. Erotikon eftir Stiller er ein af evrópsku myndunum sem bandaríkjamenn fengu innblástur frá eftir stríðið. Söguþráður hennar er akkurat öfugur viðmyndina á undan. Konan hélt fram hjá manninum sínum og er í gangi einskonar ástaferhyrningur. Það sem var athyglisvert við þessa mynd er að settið var stærra og klippingar tíðari. Einnig var spegilinn notaður á áhugaverðan hátt til að gera myndina dramatískari.



5. Næst koma tvær myndir sem eru eftir lítt þekktan leikstjóra William C. de Mille en hvorugar þessar myndir hafa verið gefnar út á DVD. Fyrir myndin heitir Jack Straw og er um mann og konu sem búa í íbúð í Harlem og verða svo ástfangin.  Konan verður svo rík og maðurinn er henni ekki lengur sambjóðandi. Þá dulbýr hann sig til að vinna hana aftur. Seinni myndin heitir Connrad in Quest of His Youth og er um mann sem kemur tilbaka sem hermaður frá Indlandi og finnst hann vera orðinn gamall. Hann reynr því að finna aftur æsku sína. Maðurinn verður á endanum ástfangin af konu sem lætur hann finnast vera ungan aftur.


úr Conrad in quest of his youth
6. Das Cabinet des Dr. Caligari sumir dæma þessa mynd og segja settið vera eins og í leikhúsi og myndina staðnaða. Þrátt fyrir mikla málningu og málaða leikmynd er svo ekki og eru oft listrænari. Myndin var líka tilraun á að færa stefnu frá öðrum listasviðum inní í kvikmyndir, expressíónisma. Myndinni tókst það og er expressíonismi meira að segja enn notaður í dag.


7. Næst koma tvær myndir eftir Andrew Lloyd, High and Dissy og Safety Last. Sú fyrri fjallar um ungan lækni sem hefur ekki mikið að gera. Hann verður ástfanginn af konu í fylliríi þegar hún gengur í svefni fyrir utan gluggan hans, hann hjálpar henni en læsist svo óvart úti á verönd hennar.

8. Neighbours var seinasta myndin af fimm stuttmyndum sem Keaton/Cline gerðu 1920. Myndin var Romeó og Júlíu ævintýri sem gerðist í tveim íbúðarblokkum hlið við hlið. Strákur  og stelpa úr sitthvorri blokkinni verða ástfangin en það óheppilega vill til að foreldrar þeirra eru óvinir. Þau ætla að giftast en pabbi stúlkunnar lokar hana inni á þriðju hæð, þaðan sem Keaton mun síðan bjarga henni eins og við sjáum í þessari senu:

Myndatakan í myndinni er áhugverð því við getum oft séð hvað er að gerast í báðum íbúðum í einu og sjáum meira en karakterarnir í myndinni.

9. Mästerman eftir Victor Sjöström er um Samuel sem er skyldugur til að taka unga vinnukonu til sín sem hann verður síðan ástfanginn af en hún er nú þegar ástfangin af ungum sjómanni. Samuel áttar sig á endanum á því að hann verður að gefa ást sína upp á bátinn og leyfa ungu elskendunum að vera saman.

10. Barrabas  eftir Feuillade er um Mann að nafni Strelitz sem neyðir fyrrverandi fanga í að fremja morð með því að plata hann með bréfum dáins sonar hans. Fyrrverandi fanginn er síðan hálshöggvin  fyrir morðið en á endanum tapar Strelitz baráttunni.



1 comment:

  1. Ágæt færsla. 8 stig.

    Það hefði verið gaman að fá þitt álit á þessu framtaki þeirra Bordwell og Thompson, t.d. hvort lestur greinarinnar gerir að verkum að þig langar til að sjá einhverjar af þessum myndum frekar en þær sem eru á topplistunum fyrir árið 2010.

    ReplyDelete