Lukas Moodysson fæddist þann 17. janúar 1969 í bænum Lundi í Svíþjóð. Hann skar sig mikið úr í æsku og var einfari sem tjáði sig í gegnum ljóð. Hann ákvað ungur að skipta um tjáningarform og fór að tjá sig í gegnum kvikmyndir. Ástæður þessu voru m.a. að þannig náði hann til breiðari áhorfendahóps og kom hugsunum sínum skýrar frá sér heldur en með ljóðum. Hann lærði í Dramatiska Insitutet í Svíþjóð, sem var á þeim tíma eini kvikmyndaskóli landsins.
Moodysson er vinstri sinnaður femínisti en á sama tíma einnig mjög trúaður. Þetta skín mjög vel í gegn í myndunum hans. Hann einblínir á minnihlutahópa s.s konur og lespíur.
Moodysson hóf leikstjóraferil sinn með þremur lítt þekktum stuttmyndum; Det var en mörk och storming natt árið 1995, En uppgörelse i den undre världen árið 1996 og svo Bara prata lite 1997.
Fyrsta alvöru myndin hans kom út árið 1998 og heitir hún Fucking Åmål.Hún naut gríðarlegra vinsælda í Svíþjóð og þénaði m.a. meira þar en Titanic sem kom út sama ár. Myndin fjallar tvær ungar stelpur sem búa í ömurlega smábænum Åmål í Svíþjóð, þar sem ekkert er hægt að gera annað en að drekka. Agnes flutti í bæinn fyrir einu og hálfu ári en á enga alvöru vini og er einhvers konar utangarðsmaður. Henni er strítt í skólanum og hún er baktöluð, sérstaklega vegna þeirrar staðreyndar að hún er lesbísk. Agnes er yfir sig ástfangin af svölustu stelpunni í skólanum, Elínu, en þorir ekkert að gera í því. Elín og Jessica systir hennar mæta óboðnar í afmæli Agnesar þar sem systir Elínar manar hana í að kyssa Agnesi til að komast að því hvort hún sé lesbísk. Elín gerir það og hún og Jessica hennar hlaupa svo hlæjandi burt en Agnes situr eftir niðurlægð. Elín fær samviskubit og gerir hluti sem enginn hefði búist við, en hún og Agnes verða ástfangnar.
Persóna Agnesar endurpeglar e.t.v. unglingsár Moodysson, þar sem hann var ekki beint vinsæll eins og hún og mikill einfari. Myndin dregur upp mjög raunverulega mynd af unglingsárunum og er einelti t.d. birt á mjög raunsæjan hátt. Eins og í mörgum myndum hans eru persónurnar hér að takast á við raunveruleg vandamál við raunverulegar aðstæður. Það gerir þetta allt saman mjög trúverðulegt og auðveldara er að lifa sig inn í aðstæður persónanna þar sem þessi vandamál og aðstæður eru þau sömu og margir unglingar þurfa að glíma við. Hún er líka allt öðruvísi en unglingamyndir eru gerðar í Bandaríkjunumí fyrsta lagi eru leikaranir á réttum aldri og eru mjög venjulegar stelpur.
Myndin vann Teddy verðlaunin fyrir besta myndin.
Næsta mynd Moodysons var Tilsammans og kom hún út árið 2000. Mér finnst hún mun léttari en hinar tvær sem ég hef séð eftir hann. Hún fjallar þó að vissu leyti um alvarleg mál svo sem heimilisofbeldi, stöðu kvenna, samkynhneigð, alkóhólisma og í raun og veru bara almenn fjölskylduvandamál. Það er þó fjallað um þessi mál á gamansamari hátt en í hinum myndum Moodysons og myndin er mjög fyndin á köflum.
Myndin gerist árið 1975 í úthverfi Stokkhólms og fjallar um líf fólks sem býr saman í kommúnu. Systir Görans, eins mannsins sem býr í kommúnunni, fær að flytja inn með börnin sín tvö eftir að hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. Þá fer lífið í kommúnunni smám saman að breytast ásamt skoðunum og viðhorfum fólksins þar. Einn af aðalleikurum myndarinnar er Michael Nyqvist sem fór með aðalhlutverkið í þríleiknum eftir Stieg Larsson.
Tónlistin er hressandi og má þar finna þekkt lög frá þessum tíma, eins og t.d. S.O.S. með ABBA.
fólkið í kommúnunni í fótbolta |
í
Aðrar myndir sem hann hefur gert eru: Lilya 4-ever (sjá fyrra blogg) The New Country (Sjónvarpsmynd frá árinu 2000), Heimildarmyndin Terrorists: The Kids They Sentenced ásamt Stefan Jarl (2003), Ett hål i mitt hjärta (2004), Container (2006) og Mammoth (2009). Ásamt því að leikstýra þeim gerði hann einnig handritið að Ett hål i mitt hjärta og Container. En í þeim fjallar hann um sín helstu söguefni þ.e. ofbeldi á konum og um þá sem eru undir í samfélaginu. Í mammoth leika stórleikaranir Michelle Williams og Gael García Bernal og var það einmitt fyrsta mynd hans á enskri tungu. Leikkonan Jenna Malone sem þekkt er úr Donnie Darko talar svo inn á myndina Container.
Lukas Moodysson hefur mikið lof fyrir myndir sínar í Evrópu og vilja margir meina að hann sé fyrsti sænski stórleiksstjórinn á eftir Ingmar Bergman. Hann er þó eins og ég kom að áðan vanmetinn (allavega að mínu mati) sérstaklega þá í Bandaríkjunum þar sem hann hefur aldrei náð neinum gífurlegum vinsældum.
Ágæt færsla. Soldið mikil endursögn á kostnað eigin pælinga. 8 stig.
ReplyDelete