Þættirnir voru fyrst sýndir haustið 2008 en eru enn í gangi og er verið að sýna þriðju þáttaröð í Bandaríkjunum.
Með aðalhlutverkið fer Edie Falco.
Mér finnst þættirnir áhugaverðir þar sem þetta eru öðruvísi spítalaþáttur en ég er vön. Það sem gerir þættina svona skemmtilega er ábyggilega skemmtilega og skrautlega starfsfólk spítalans sem samanstendur af yfirmanninum Mrs. Gloria Akalitus, Eddie, kvennabósanum Dr. Fitch Cooper, bestu vinkonu Jackiar Dr. O'Hara og hjúkrunarlærlingnum Zoey. Ég get heldur ekki annað en dýrkað Jackie því að hún er svo töff og allir líta upp til hennar á spítalanum. Samt er hún pillufíkill og enginn þekkir hana í raun.
Þessir þættir komu mér skemmtilega að óvart og ég mæli með þeim og mætti segja að þeir séu blanda af gaman og drama. Það sem er líka skemmtilegt við þessa þætti þá er þetta ekki eins og í Grey's Anatomy eða House þar sem koma alltaf inn einhver extreme mál heldur bara venjulegt fólk. Þessi þættir líkjast kannski meira Scrubs en standa þó einir og sér og eru frumlegir.
Mæli með þeim og held að fáum muni finnast þátturinn leiðinlegur.
Mæli með þeim og held að fáum muni finnast þátturinn leiðinlegur.
Sammála. Þessir eru fínir. Dr. Cooper er yndislegur karakter, sérstaklega "tourette's" viðbrögðin hans þegar hann verður stressaður.
ReplyDeleteFín færsla. 4 stig.