Sunday, September 12, 2010

Forrest Gump

Forrest Gump
Um síðustu helgi horfði ég á myndina Forrest Gump. Myndin kom út 1994 en gerist á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Myndin fjallar um hinn góðhjartaða Forrest Gump sem elst upp hjá mömmu sinni í sveit í Georgíu fylki. Hann hefur lága greindarvísitölu á þess vegna ekki að komast inn í skóla en vegna baráttu mömmu hans fær hann þó skólavist. Engum krakkanna líkar vel við Forrest og eignast hann aðeins einn vin hana Jenny.
Forrest er einfaldur og er skrýtið að sjá hvernig hann sér heiminn öðruvísi en flestir. Hann skynjar oft ekki aðstæðurnar, hann skyldi t.d. ekki að pabbi Jennyar var að misnota hana þegar þau voru lítil og að hún ætti þess vegna erfitt.                                                                                                                                                         Forrest afrekar mikið í lífi sínu hann fær orðu fyrir víetnamstríðið þar sem hann bjargaði lífum nokkra manna. Í stríðinu eiganðist hann tvo góða vini, Bobby og Lt. Dan sá síðarnefndi átti eftir að reynast honum vel.                                                                                                                                                           Forrest hvatti fólk til að hlaupa með hlaupum sínum þvert yfir Bandaríkin. Hann fór einnig á heimsmeistaramótið í borðtennis og vann sér þar inn pening. Forrest og Lt. Dan fóru saman fyrir þá peninga í rækjurekstur. Reksturinn byrjar hörmulega fyrst en með heppni sinni fá þeir á endanum mikinn pening út úr rækjurekstrinum og fjárfestir Dan í Applefyrirtækinu fyrir gróðann. Forrest þarf aldrei að hugsa um peninga aftur og lifir góðu lífi á gróðanum. Forrest hittir auk þessa nokkrum sinnum forseta Bandaríkjanna. 
Þrátt fyrir þessi afrek þá hugsar hann samt bara um æskuástina hana Jenny.

Forrest að hlaupa
Myndin er vel  gerð og ávallt virðist Forrest vera mjög heppinn og kemst áfram á eigin þrautsegju. Hann er barnalegur og veit ekki hversu mikið hann hafði áorkað í raun og veru og afleiðingar gjörða sinna. Forrest skynjaði t.d. aldrei andúðina sem sumir sýndu gegn hermönnum á þessum tíma.
Myndin sýnir vel byltingartímana sem áttu sér stað á þessum tíma m.a. víetnam stríðið og hippana.  Í myndinni kemur líka fram margir frægir listamenn þess tíma s.s. John Lennon, Elvis Presley, Richard Nixon og JFK.  Frægasta setning myndarinnar er án efa ,,Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvaða mola þú færð“ ("life is just like a box full of chocolate, you never know what your are gonna get"). Fleiri skemmtilegar setningar eru í myndinni eins og ,,Run Forrest, run" og ,,Hi, I'm Forrest, Forrest Gump".
Forrest og John Lennon saman í sjónvarpsþætti
Myndin er mjög vel leikin enda fer Tom Hanks með hlutverk Forrest Gump

Myndin endar  með því að Jenny og Forrest giftast, þó að hún sé dauðvona. Jenny deyr stuttu seinna og Forrest elur upp son þeirra.                                                                                                                                Myndin sýnir okkur að ástin getur kviknað hjá hverjum sem er. Þó að Jenny hafi verið treg að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hún elskaði Forrest þá sá hún að sér. Myndin sýnir okkur líka að maður má ekki afskrifa neinn, fólk getur áorkað meira en maður dettur í hug eins og Forrest sýndi vel. Ég var búin að gleyma hvað þetta væri góð og skemmtileg mynd en líka átakanleg. Ég gef henni 4* af 5.
Ég enda þessa færslu með myndum af Jenny og Forrest

   

1 comment:

  1. Ágæt færsla. 5 stig.

    Þú mættir fjalla meira um eigin skoðanir á myndinni og eigin upplifun af því að horfa á hana, og aðeins minna um söguþráðinn.

    ReplyDelete