Monday, January 31, 2011

Gauragangur

Kvikmyndin Gauragangur kom út 16. desember 2010 og er gerð eftir samnefndri bók. Einnig hefur gauragangur verið settur á svið.  Myndin er eftir Gunnar B.Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Alexander Briem, Hildur Berglind Arndal, Eygló Hilmarsdóttir og Atli Óskar Fjalarsson.
Myndin Fjallar um uppreisnarsegginn og skáldið, Orm, sem er í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Myndin á að gerast árið 1979. Aðrar sögupersónur myndarinnar er systir hans Gunnfríður, besti vinur hans Ranúr, besta vinkona hans Halla, Svenni og ástina í lífi hans Lindu.
Saman bralla vinirnir ýmislegt, s.s.fara í bústaðarferð, bíó , gera kúkrannsókn og stela prófavörum.


Myndin er skemmtileg, fyndin og voða krúttleg. Mér finnst hún ná að endurspegla vel tímann sem hún á að gerast í og tískan er alveg frábær á þessum tíma. Þetta er hin týbíska unglingamynd og er Ormur og Ranúr í dálítilli uppreisn og eru að reyna að finna sig eins og margir á þessum aldri. Persónurnar eru flestar mjög skemmtilegir karakterar en ólíkir. Við höfum fallegu stelpuna Lindu, lúðan Höllu, Ranúr skrýtnagæjann  og kennarasleikjunna og úber gáfaða gæjann (sem ég man ekki hvað heitir og finn það ekki neninsstaðar á netinu   :( )


Ef þið eruð að leyta eftir einhverju meistaraverki þá er þetta ekki rétta myndin. Ef þið eruð að leyta eftir góðri laugardags ,,feel good" mynd þá er þessi rétta myndin og er alveg ágætis afþreying sem hentar öllum aldurshópum. Um þessa mynd er ekki mikið meiraað segja.

Trailerinn:

Bestu myndir ársins 1920 (kvikmyndagrein)

Tveir kvikmyndasérfræðingar hafa tekið í þrjú ár saman lista um topp 10 myndir fyrir 70 árum í stað þess að taka topp tíu myndir ársins. Í lok ársins 2010 tóku þeir því þar af leiðandi árið 1920 fyrir. Þeim fannst erfitt að taka listann saman því að margir leikstjórar gerðu sínar verri kvikmyndir þetta ár og kvikmyndaleikstjórar eins og Buster Keaton og Lloyd voru ennþá að gera stuttmyndir og Charlie Chaplin gerði ekki mynd árið 1920. Þetta ár má segja að hafi verið upphafið að endinum hjá D.W. Griffith.
Við getum sagt að árið 1920 sé lognið undan storminum því að ný kynslóð kvikmyndagerðamanna voru að ryðja sér veg í Hollywood og Evrópu og voru það menn eins og Chaplin, Keaton og Lloyd. En einnig erlendir menn eins og til dæmis Murnau, Lang, Pabst, Eisenstein, Pudovkin, Dozhenko, Kuleshov, Vertov, Ozu, Mizoguchi, Jean Epstein, Pabst, Hitchcock og fleiri.

Topplisti sérfræðinganna:

1. Maurice Tourneur kom með myndina The Last of the Mohicans sem er aðallega um stríð indijánanna við Breta, inn í myndina fléttast líka ástarsaga. Aðalhetja myndarinnar er Cora. Sjónarspil myndarinnar er mjög flott og það er stórkostlegt útsýni og landsvæði notað við tökur.


2. Way Down East eftir D.W.Griffith . Með aðalhlutverkið fer Lillian Gish, hún leikur unga konu sem er plötuð í hjónaband er síðan yfirgefin af manninum sínum og endar ein uppi með barnið þeirra hjóna sem deyr. Þá ræður hún sig sem vinnukonu á sveitarsetri þar sem sonurinn á heimilinu verður ástfanginn af henni. Hún er þar af leiðandi rekin í burtu af heimilinu.



3. Cecil B. De Mille leikstýrði Why Change Your Wife? en hún fjallar um konu sem hvetur mann sinn til að verja tíma með fallegri konu. Eftir að maður kyssir fallegu konuna fer kona hans frá honum því að hún gerir ráð fyrir að hann hafi haldið fram hjá. Maðurinn giftist því meintu framhjáhaldi, þá sér fyrrverandi kona hans eftir öllu saman og klæðir sig meira ögrandi og nær honum til baka. Myndi er ein stór tískusýning og voru topp hönnður þess tíma fengnir til að hanna fötin.




4. Erotikon eftir Stiller er ein af evrópsku myndunum sem bandaríkjamenn fengu innblástur frá eftir stríðið. Söguþráður hennar er akkurat öfugur viðmyndina á undan. Konan hélt fram hjá manninum sínum og er í gangi einskonar ástaferhyrningur. Það sem var athyglisvert við þessa mynd er að settið var stærra og klippingar tíðari. Einnig var spegilinn notaður á áhugaverðan hátt til að gera myndina dramatískari.



5. Næst koma tvær myndir sem eru eftir lítt þekktan leikstjóra William C. de Mille en hvorugar þessar myndir hafa verið gefnar út á DVD. Fyrir myndin heitir Jack Straw og er um mann og konu sem búa í íbúð í Harlem og verða svo ástfangin.  Konan verður svo rík og maðurinn er henni ekki lengur sambjóðandi. Þá dulbýr hann sig til að vinna hana aftur. Seinni myndin heitir Connrad in Quest of His Youth og er um mann sem kemur tilbaka sem hermaður frá Indlandi og finnst hann vera orðinn gamall. Hann reynr því að finna aftur æsku sína. Maðurinn verður á endanum ástfangin af konu sem lætur hann finnast vera ungan aftur.


úr Conrad in quest of his youth
6. Das Cabinet des Dr. Caligari sumir dæma þessa mynd og segja settið vera eins og í leikhúsi og myndina staðnaða. Þrátt fyrir mikla málningu og málaða leikmynd er svo ekki og eru oft listrænari. Myndin var líka tilraun á að færa stefnu frá öðrum listasviðum inní í kvikmyndir, expressíónisma. Myndinni tókst það og er expressíonismi meira að segja enn notaður í dag.


7. Næst koma tvær myndir eftir Andrew Lloyd, High and Dissy og Safety Last. Sú fyrri fjallar um ungan lækni sem hefur ekki mikið að gera. Hann verður ástfanginn af konu í fylliríi þegar hún gengur í svefni fyrir utan gluggan hans, hann hjálpar henni en læsist svo óvart úti á verönd hennar.

8. Neighbours var seinasta myndin af fimm stuttmyndum sem Keaton/Cline gerðu 1920. Myndin var Romeó og Júlíu ævintýri sem gerðist í tveim íbúðarblokkum hlið við hlið. Strákur  og stelpa úr sitthvorri blokkinni verða ástfangin en það óheppilega vill til að foreldrar þeirra eru óvinir. Þau ætla að giftast en pabbi stúlkunnar lokar hana inni á þriðju hæð, þaðan sem Keaton mun síðan bjarga henni eins og við sjáum í þessari senu:

Myndatakan í myndinni er áhugverð því við getum oft séð hvað er að gerast í báðum íbúðum í einu og sjáum meira en karakterarnir í myndinni.

9. Mästerman eftir Victor Sjöström er um Samuel sem er skyldugur til að taka unga vinnukonu til sín sem hann verður síðan ástfanginn af en hún er nú þegar ástfangin af ungum sjómanni. Samuel áttar sig á endanum á því að hann verður að gefa ást sína upp á bátinn og leyfa ungu elskendunum að vera saman.

10. Barrabas  eftir Feuillade er um Mann að nafni Strelitz sem neyðir fyrrverandi fanga í að fremja morð með því að plata hann með bréfum dáins sonar hans. Fyrrverandi fanginn er síðan hálshöggvin  fyrir morðið en á endanum tapar Strelitz baráttunni.



Micamacs

Micmacs kom út árið 2009 og er eftir leikstjórann Jean-Pierre Jeunet en hann er þekktastur fyrir Amélie og Delicatessen. Mér fannst sama stemmingin í Micmacs og Amélie en persónurnar í myndunum eiga það sameiginlegt að vera svolítið skrýtnar og eru smá ,,outsiders" en mjög sniðugar og útsjónarsamar. Þetta eru heldur ekki hinar týpísku bíómyndapersónur.



Micmacs fjallar um Bazil sem hefur misst föður sinn og næstum líf sitt út af tveimur vopnaframleiðendum. Hann lendir á götunni eftir slys og hittir þar fyrrverandi fanga, Slammer, sem leifir honum að búa  hjá sér og vinum sínum sem búa í einskonar húsi á ruslahaugunum. Vinahópurinn stendur saman af Buster, Ginnes heimsmethafa, Tiny Pete, sem er mjög flinkur uppfinningamaður, teygjanlegu stelpunni, og reiknivélinni (hún getur reiknað lengdir með því einu að horfa á hlutina sem hún á að mæla). Ekki heldur gleyma Remington sem er alltaf að þykjast vera Suður-Afrískur á ótrúlega skondin hátt. Seinast en ekki sýst er það mamma hússins sem sér m.a. um að elda ofan í þau. Saman hjálpa þau Bazil að ná fram hefndum á vopnaframleiðundunum með ótrúlegum hætti. En skrýtnu eiginleikar perónanna (sem ég nefndi hér áðan ) eiga allir eftir að nýtast vel í hefndarbaráttunni.



Þetta er ævintýramynd fyrst og fremsten einnig gaman-, fjölskyldu- og örlítil hasarmynd.                  
Hvernig vinirnir og Bazil steypa auðvaldinu af stóli og leysa flækjurnar sem þeir standa stundum frammi fyrir er mjög sniðugt og fyndið. Mér finnst Jean vera deila á auðvaldið í þessari mynd, að sjá hvernig forstjórar vopnafyrirtækjanna stjórna og búa, þeir eru orðnir valdafíklar og hugsa ekkert lengra hvaða áhrif viðskipti þeirra hefur á heiminn. Jean heldur með  litla manninum og þeim sem eru undir í samfélaginum sem koma sér áfram með læki og útsjónarsemi.

Myndin fannst mér henta öllum aldurshópum og er góð afþreying og mjög fyndin. Eins og ég kom inn á er þessi skemmtilega stemmninng í henni sú sama og er í Amélíe en ég kem ekki alveg fyrir mig hvernig hún myndast. Kannksi er það bara samspil persóna, húmors og staðnum þar sem myndin gerist, því að myndin er mjög sjónræn. Mig langaði oft að fara inn í myndina og kynnast perónunum og heiminum í myndini sem Jean náði að skapa mjög vel, allavega í augnablik.
Eini galli myndarinnar var sú að mér fannst hún svolítið lengi að byrja. Mæli eindregið með henni og enginn aðdáandi Amélie ætti að láta hana framhjá sér fara.