Monday, April 4, 2011

Kvikmyndagerð 2010-2011

Ég valdi kvikmyndagerð því að ég vildi prófa eitthvað nýtt og var orðin smá leið á öllu þessu bóklega námi og langaði að brjóta þetta smá upp. Auk þess hafði ég séð mjög fáar myndir og var alveg úti að aka þegar fólk var að tala um kvikmyndir. Þetta fag kenndi mér margt um kvikmyndir og pæli ég mun meira í þeim nú en áður og er með langan lista af myndum sem mér langar að sjá. Mér fannst sérstaklega gaman fyrir áramót að læra um gömlu leikstjórana og sjá nokkrar ,,silent movies" því að ég hafði alltaf verið með fordóma gegn þeim því að þær voru örugglega ömurlegar. En eftir að ég sá myndir eins og The General, Citicen Kane og film noir myndina (sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu) þá breyttist skoðun mín gjörsamlega og ætla ég að fara að kynna mér betur gamlar klassískar myndir.
Einnig fannst mér mjög gaman að fyrirlestrinum eftir áramót. Ég hafði ekki hugmynd um hver Lukas Moodyson var áður en Urður benti mér á hann. Myndir hans komu mér eitthvað svo skemmtilega að óvart og höfðu mikil áhrif á mig.

Mér finnst bloggin fín og þau láta mann aðeins pæla í myndunum meira og hvernig þær eru gerðar. Það mættu þó alveg vera færri bloggstig því að eitt blogg tekur svakalegan tíma. Þau þurfa ekkert að vera mikið færri bloggstigin kannski svona 10-15 í mánuði því að 20 stig eru heldur mikið.
Mér finnst rosalega áhugavert að læra um kvikmyndasöguna en hún mætti kannski vera aðeins minni hluti af faginu og í staðinn mættum við gera eina stuttmynd í viðbót því að það var langskemmtilegast og maður lærði langt mest á því að gera þær.
Þennan auka tíma mætti líka í að nota undir handritagerð og hugmyndavinnu og hafa misstóra hópa stundum upp í 5 manna hópa en stundum kannski einstaklingverkefni.

Þegar ég lít til baka sé ég ekkert eftir því að hafa valið kvikmyndagerð, sérstaklega ekki núna þegar fólk er að læra undir stúdentsprófin í valfögunum en á meðan skemmti ég mér við að gera mynd. Allt í allt var kannski heldur meira að gera en ég hefði búist við samt og mætti kannski hafa einn fyrirlestur á ári í stað einn á hvorri önn.
Takk fyrir veturinn.
Halla

1 comment:

  1. Takk fyrir fínar athugasemdir. 10 stig.

    Ætlunin var alltaf að klára kvikmyndasöguna á skemmri tíma, en þetta var fyrsta skiptið sem ég fer svona vel í hana. Vonandi getur sá hluti verið hnitmiðaðri næst.

    Eins er ég sammála því að það mætti vera eitt (kannski bara lítið) verkefni til viðbótar, og hugsanlega meiri vinna með myndavélina.

    ReplyDelete