Í þessari mynd nær Moodyson að draga upp mjög raunverulega mynd af heimi kvenna sem leiðast út í vændi og lífi vændiskvenna. Mörg óhugnarleg skot eru í myndinni sérstaklega skotið sem tekið er frá sjónarhorni Lilyu þar sem mennirnir eru að nauðga henni. Mér fannst Moodyson líka draga upp góða mynd hvaða ömurlegu aðstæður konur þurfa að vera komnar í til að selja sig og þær þurfa að vera komnar á virkilega vondan stað til að trúa gylliboðum frá mönnum um betra líf í útlöndum.
Annað það sem mér fannst gott við myndina er að þegar þau voru í Sovétríkjunum þá töluðu þau rússnesku en ekki ensku með rússneskum hreim eins og gert hefði verið í Bandaríkjunum.
Við Urður horfðum á þessa þegar við vorum að gera fyrirlesturinn okkar eftir áramót. Ég hafði aldrei pælt í aðstæðum kvenna sem leiðast út í vændi og hafði þessi mynd því þvílík áhrif á mig. Að sjá hvernig venjulegar saklausar litlar stelpur geta læðst út í að selja sig. Gaurarnir sem kaupa vændið eru engu betri en melludólgarnir og það sem kom mér mest að óvart að þetta eru bara venjulegir menn eiginmenn og feður! Það sem líka var óhugnalegt var hvernig stelpan lá þarna meðan þeir nauðguðu henni og það var svo augljóst að hún vildi þetta ekki hvernig fengu þeir sig ekki til að stoppa. Ég meina þetta var stelpa á aldur við dætur þeirra. Mér var bara illt í maganum á að horfa á þetta. Þetta er náttúrulega ekkert annað en nauðgun og það var eitt af því sem ég hafði bælt í áður. Eitt atriði var sérstaklega ógeðfelt en það var þegar Lilya var heima hjá einum manninum og hann var með fantasíu um að hún væri dóttir hans að biðja um hjálp við heimanámið!
Mér finnst líka óhugnarlegt hvað er mikið um þetta á norðurlöndunum og á Íslandi ég vissi ekki að svona ,,siðmenntuð" ríki leyfðu svona að viðgangast. Það er þó erfitt að komast að þessu því að stelpurnar eru jú ólöglegir innflytjendur. Annað sem ég vissi ekki er að stelpurnar eru læstar inni og aðeins hleypt út til að ,,vinna" og eru þær því í fangelsi sem þær losna ekki út úr, mjög óhugnarlegt.
Með aðalhlutverk fara Oksana Akinsjina sem Lilya og Artiom Bogutjarskij sem Volodya.
Myndin hefur unnið fjöldamörg verðlaun t.d. Gijón verðlaunin fyrir besta myndin og besta myndin valin af ungum kjósendum. Lilya 4-ever var framlag Svíðþjóðar til óskarsverðlaunana en þau lenti í einhverju veseni með þau tilnefningu því að það var ekki töluð sænska í myndinni.
Myndin skildi eftir sig svo mikið að mér verður ennþá hálf illt að hugsa um hana en að vissu leyti hafði maður gott af því að sjá hana því að hún lætur mann hugsa. Mig mundi langa að hjálpa þessum konumm en það er erfitt og ég hugsa um hvað ég hef það gott hér á Íslandi og hve heppin ég er.
Allir eru skyldugir til að sjá þessa, mjög góð mynd og frekar vanmetin. Annars er Lukas Moodyson frekar vanmetinn leikstjóri og kynnið ykkur því endilega myndir hans.
Hrikalega áhrifamikil og góð mynd. Og flott færsla. 9 stig.
ReplyDelete