Tuesday, October 12, 2010

Riff: How I ended this summer


Rússnesk mynd um tvo menn sem búa á eyju og eru að mæla geislavirkni (eða eitthvað álíka). Annar maðurinn er eldri og er búin að vera lengur á eyjunni (hann og konan hans bjuggu þarna saman þangað til að þau eignuðust barn þá fluttti konan upp á land). Hinn maðurinn er ungur og er alger slugsi (sefur yfir sig sem dæmi). Einn daginn fer eldri maðurinn í veiðitúr. Á meðan fær yngri maðurinn vondar fréttir sem hann á að segja eldri manninum, þ.e. að fjölskylda hans hafi dáið.Yngri maðurinn segir þeim eldri fréttirnar ekki strax. Svo þegar hann kemst að þeim (sá eldri) verður hann brjálaður og reynir að drepa yngri manninn. Myndin endar með að eldri maðurinn endar á að vera einn á eyjunni en sá yngri fer á land aftur. Mennirnir faðma hvorn annan að skilnaði.
Þessi mynd var nú ekkert sérstaklega skemmtileg. Hún var mjög hæg, held bara ein sú hægasta mynd sem ég hef séð. Leikararnir sögðu svona hvor um sig 10 setningar í allri myndinni sem var 2 klst. löng (plús það að telja endalaust upp að einhverjum tölum). Myndin hafði ekki mikið afþreyingargildi en hún átti að vera meira listræn held ég og meira lagt upp úr því sjónræna og mörg flott skot voru í myndinni. Mér fannst þó skotin sum heldur löng og koma óþarflega oft, þurfum við virkilega að sjá húsið sem þeir bjuggu í svona 20 sinnum í myndinni í svona mínútu í hvert skipti. Þó að í evrópskum myndum séu yfirleitt langar klippingar fannst mér að oft mætti stytta þær niður og leyfa sögunni að fljóta meira áfram því að einn helsti galli myndarinnar var að hún var of löng. Myndin hefði verið mun betri ef hún hefði verið hálftíma styttri og hefði mér líkað betur við hana þá því svona mikið hægar og tallitlar myndir eru mjög þreytandi til lengdar.
Ágætis mynd, mæli ekki með henni sem afþreyingu heldur frekar ef þið eruð að leyta eftir óhefðbundinni  og öðruvísi mynd. Kannki var það einmitt ástæðan fyrir að mér líkaði ekki við hana því að ég er vön hinu hefðbundna ameríska og breska sniði á kvikmyndum. Einnig það að ég bjóst við að myndin væri öðruvísi uppbyggð og hafði of miklar væntingar.

Kann ekki að setja trailerinn hingað inn á svo að hér er slóðinn að honum:

Blogg um heimildamynd.





Gwendolin Bradshaw
Á Riff fór ég á myndina About face: Story about Gwendolin Bradshaw.
Þegar ég fór á þessa mynd vissi ég ekkert um hana og vissi ekki einu sinni að þetta væri heimildarmynd. Ég vissi bara það sem Urður sagði mér 5 mínútum áður en myndin byrjaði. Þessi mynd fjallar um Gwendolin og baráttu hennar í lífinu. Þegar Gwen var aðeins nokkurra mánaða brenndist hún illa því að mamma hennar sem þjáðist af ofskynjunum henti henni á bál sem maðurinn
hennar hafði gert, því að þau voru í útilegu.
Myndin sýnir okkur fyrst viðtal við Gwen u.þ.b. 14. ára gamla en svo er okkur hún sýnd hvernig hún lítur út í dag. Í fyrstu virðist hún ósköp venjuleg stelpa sem hefur yfirstaðið hindrarnir sínar og spilar meira að segja á gítar og fiðlu þrátt fyrir að hægri hendi hennar sé vansköpuð út af brunanum. En þegar betur er að gáð er Gwen þunglynd og hefur reynt að fremja sjálfsmorð a.m.k. 2svar og hefur verið á geðlyfjum síðan hún var pínulítil. Hún heldur einnig eignlega engu sambandi við pabba sinn.
svona fór höndinn hennar eftir slysið!

Fyrir miðbik myndarinnar kemst Gwen að því að hún eigi eldri systur og hittast þær. Það á eftir að hafa góð áhrif á Gwen að hafa einhvern í lífi sínu sem hugsar um hana og vill kynnast henni þrátt fyrir örin hennar.
Myndin snýst á endanum um að finna mömmu Gwen sem yfirgaf hana og pabba hennar eftir slysið. Gwen telur að það muni hjálpa sér að komast yfir það sem gerðist fyrir hana í æsku.
Gwen finnur á endanum mömmu sína og fær einhver svör hjá henni. Allavega virðist Gwen sátt í enda myndarinnar og hefur eignast fjölskyldu (eldri systur sína). Það sem hjálpart henni líka að sættast við hvað gerðist fyrir hana eru líka margir aðrir hlutir svo sem ráðstefnan sem hún fer á fyrir fórnarlömb brunaslysa og heyrir þau tala um reynslu sína. Einnig hjálpar það henni að hún fær vinnu í fatabúð og fólk nálgast hana og biður um hjálp hennar. Þarna áttar Gwen sig á að slysið er yfirstíganlegt og hún getur komist yfir það og þarf ekkert að skammast sín  fyrir örin. Þetta var ekki henni að kenna.
Myndin var mjög góð og kom mér skemmtilega að óvart og ég sé ekkert eftir að hafa farið á hana. Ég náttúrulega vissi ekkert um hvað myndin og hafði því engar væntingar. Ég myndi mæla með þessari mynd, hún er átakanleg, sorgleg og gleðileg. Það er líka áhugavert hvað maður gerir sér oft ekki grein fyrir því hvað maður hefur það auðvelt í lífinu meðan aðrir þurfa að berjast og svona myndir minna mann alltaf á það. Mér finnst myndin líka vekja spurningar um hvort að nauðsynlegt sé að dæla öllum þessum þunglyndislyfjum (og öðrum lyfjum) í fólk strax á unga aldri, þau virtust allavega ekki hjálpa Gwen mikið (þegar þarna komið við sögu)
Gwen að spila á fiðluna!