Monday, April 4, 2011

Lokavekefnið (ace of spades)

Gerð lokaverkefninsins gekk mun betur fyrir sig en hinna tveggja því að við kunnum mun betur á myndavélagræjurnar núna. Allt einhvernveginn small fullkomlega saman við gerð handritisins, tökur og klippingu myndarinnar. Við rákumst þó á smá vesen þegar við ætluðum að importa myndina í Final Cut Pro. Við redduðum því og notuðum í staðinn iMovie.
Ég er ágætlega sátt með hvernig myndin tókst til en fannst að myndatakan í einstaka senum hefði mátt vera aðeins betri hjá okkur. Ég var líka mjög pirruð á sýningardaginn þegar hljóðið kom ekki  á nokkrar senur, því að hljóðið hafði verið í fínu lagi daginn áður. Einnig hefðum við mátt lækka hljóðið aðeins í einni spilasenunni því að það var of hátt.
Ég var mjög sátt við tónlistina sem við notuðum og passaði hún oft mjög vel undir. Ég er líka sátt með klippinguna á myndinni.
Mér fannst margar senur mjög vel heppnaðar og er mjög sátt við þlr t.d. eldhúsborðssenan (sem hljóðið virkaði því miður ekki á), báðar sálfræðingasenurnar og senan þar sem Marta verður brjáluð.

Mér fannst myndirnar hjá hinum tveimur hópunum mjög góðar og erfitt var að skera úr um hvor þeirra væri betri.

1 comment:

  1. Já, pínu fúlt með hljóðið. En þetta var skemmtileg mynd og þú sýndir góða takta (smá Joker fílingur þarna í lokin).

    3 stig.

    ReplyDelete