Gerð maraþonmyndarinnar var erfiðari en ég bjóst við. Ég hélt að þetta myndi taka að hámarki svona 2 tíma.
Tökur gengu nú bara ágætlega en dálítill tími fór fyrst í að læra á myndavélina en þegar við vorum búin að ná tökum á henni fóru tökur að ganga hraðar fyrir sig.
Einna mesti tíminn fór í bekkjaratriðið í byrjun myndarinnar og vorum við frá svona 3 tima að taka það upp (mesti tíminn fór í að læra á vélina þar).
Myndin var tilbún kl. 10 um kvöldið en þá áttum við eftir að setja tónlistina inn á. Það hefði tekið skemmri tíma ef snúran og fjarstýringin hefðu verið í töskunni. við eyddum svona 2 tímum í að leyta að snúru sem passaðisem aldrei fannst svo að við þurftum að leyta annarra ráða. Myndin var loks tilbúin svona hálf 2 um nóttuna.
Sem sagt þetta var mun efiðara en ég hélt og tímafrekara. Mjög mikill tími fór líka í að spóla til baka yfir senur sem tókust ekki og finna rétta staðinn til að byrja á, þ.a. fyrir vikið þá hefðum við tekið helmingri styttri tíma í tökur. Myndin fannst mér takast vel betur en ég bjóst við og ég er ánægð með hana. Maður sér samt svo vel gallana í sinni eigin mynd og er maður alltaf mest gagngrýnin við sjálfan sig. Sem betur fer voru mistök (gallarnir) í myndinni ekki margir og smávægilegir miðað við aðstæðurnar sem við fengum en þó voru atriði í myndinni sem ég hefði viljað taka aftur.
Það var mjög gaman að taka upp þessa mynd þrátt fyrir tíman sem þetta tók og ég hlakka til gerð heimildarmyndarinnar!
Mér fannst hinar myndirnar allar góðar og erfitt var að skera úr hver þeirra var best. Greinilegt var að allir vönduðu sig við gerð myndanna og lögðu í þær mikla vinnu.
Já, þetta var klúður hjá mér að setja ekki réttu snúruna í töskuna. Og það er ótrúlega frústrerandi að klippa myndina á vélinni, sérstaklega þar sem það er algjörlega ekki ætlast til þess. En þetta tókst ágætlega hjá ykkur, og næst fáið þið að klippa í tölvu og þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að spóla fram og tilbaka til þess að finna rétta staðinn til þess að byrja að taka hvert skot...
ReplyDelete4 stig.