Monday, January 31, 2011

Micamacs

Micmacs kom út árið 2009 og er eftir leikstjórann Jean-Pierre Jeunet en hann er þekktastur fyrir Amélie og Delicatessen. Mér fannst sama stemmingin í Micmacs og Amélie en persónurnar í myndunum eiga það sameiginlegt að vera svolítið skrýtnar og eru smá ,,outsiders" en mjög sniðugar og útsjónarsamar. Þetta eru heldur ekki hinar týpísku bíómyndapersónur.



Micmacs fjallar um Bazil sem hefur misst föður sinn og næstum líf sitt út af tveimur vopnaframleiðendum. Hann lendir á götunni eftir slys og hittir þar fyrrverandi fanga, Slammer, sem leifir honum að búa  hjá sér og vinum sínum sem búa í einskonar húsi á ruslahaugunum. Vinahópurinn stendur saman af Buster, Ginnes heimsmethafa, Tiny Pete, sem er mjög flinkur uppfinningamaður, teygjanlegu stelpunni, og reiknivélinni (hún getur reiknað lengdir með því einu að horfa á hlutina sem hún á að mæla). Ekki heldur gleyma Remington sem er alltaf að þykjast vera Suður-Afrískur á ótrúlega skondin hátt. Seinast en ekki sýst er það mamma hússins sem sér m.a. um að elda ofan í þau. Saman hjálpa þau Bazil að ná fram hefndum á vopnaframleiðundunum með ótrúlegum hætti. En skrýtnu eiginleikar perónanna (sem ég nefndi hér áðan ) eiga allir eftir að nýtast vel í hefndarbaráttunni.



Þetta er ævintýramynd fyrst og fremsten einnig gaman-, fjölskyldu- og örlítil hasarmynd.                  
Hvernig vinirnir og Bazil steypa auðvaldinu af stóli og leysa flækjurnar sem þeir standa stundum frammi fyrir er mjög sniðugt og fyndið. Mér finnst Jean vera deila á auðvaldið í þessari mynd, að sjá hvernig forstjórar vopnafyrirtækjanna stjórna og búa, þeir eru orðnir valdafíklar og hugsa ekkert lengra hvaða áhrif viðskipti þeirra hefur á heiminn. Jean heldur með  litla manninum og þeim sem eru undir í samfélaginum sem koma sér áfram með læki og útsjónarsemi.

Myndin fannst mér henta öllum aldurshópum og er góð afþreying og mjög fyndin. Eins og ég kom inn á er þessi skemmtilega stemmninng í henni sú sama og er í Amélíe en ég kem ekki alveg fyrir mig hvernig hún myndast. Kannksi er það bara samspil persóna, húmors og staðnum þar sem myndin gerist, því að myndin er mjög sjónræn. Mig langaði oft að fara inn í myndina og kynnast perónunum og heiminum í myndini sem Jean náði að skapa mjög vel, allavega í augnablik.
Eini galli myndarinnar var sú að mér fannst hún svolítið lengi að byrja. Mæli eindregið með henni og enginn aðdáandi Amélie ætti að láta hana framhjá sér fara.

1 comment: