Wednesday, April 6, 2011

Nurse Jackie

Ég datt inn í þáttinn Nurse Jackie um daginn og get ekki hætt að horfa á hann. Hálftíma þættir sem fjalla um konu (Jackie) sem vinnur sem hjúkka á spítala í New York. Má segja að Jackie lifir tveimur lífum. Heima fyrir er hún eiginkona og móðir tveggja dætra  en í vinnunni veit enginn að hún er gift og heldur hún þar fram hjá með Eddie, manninum sem sér um apótekið á spítalanum, en það vill svo til að hún er lyfjafíkill líka. Þannig að enginn þekkir hana í raun og veru nema kannski besta vinkona henna Dr. O'hara.

Þættirnir voru fyrst sýndir haustið 2008 en eru enn í gangi og er verið að sýna þriðju þáttaröð í Bandaríkjunum.
Með aðalhlutverkið fer Edie Falco.
Mér finnst þættirnir áhugaverðir þar sem þetta eru öðruvísi spítalaþáttur en ég er vön. Það sem gerir þættina svona skemmtilega er ábyggilega skemmtilega og skrautlega starfsfólk spítalans sem samanstendur af yfirmanninum Mrs. Gloria Akalitus, Eddie, kvennabósanum Dr. Fitch Cooper, bestu vinkonu Jackiar Dr. O'Hara og hjúkrunarlærlingnum Zoey. Ég get heldur ekki annað en dýrkað Jackie því að hún er svo töff og allir líta upp til hennar á spítalanum. Samt er hún pillufíkill og enginn þekkir hana í raun.
Þessir þættir komu mér skemmtilega að óvart og ég mæli með þeim og mætti segja að þeir séu blanda af gaman og  drama. Það sem er líka skemmtilegt við þessa þætti þá er þetta ekki eins og í Grey's Anatomy eða House þar sem koma alltaf inn einhver extreme mál heldur bara venjulegt fólk. Þessi þættir líkjast kannski meira Scrubs en standa þó einir og sér og eru frumlegir.
Mæli með þeim og held að fáum muni finnast þátturinn leiðinlegur.


Lukas Moodyson

Þar sem ég skrifaði í seinustu bloggfærslu að mér þætti Lukas Moodyson frekar vanmetinn leikstjóri ákvað ég að skella inn einu bloggi um hann.


Lukas Moodysson fæddist þann 17. janúar 1969 í bænum Lundi í Svíþjóð. Hann skar sig mikið úr í æsku og var einfari sem tjáði sig í gegnum ljóð. Hann ákvað ungur að skipta um tjáningarform og fór að tjá sig í gegnum kvikmyndir. Ástæður þessu voru m.a. að þannig náði hann til breiðari áhorfendahóps og kom hugsunum sínum skýrar frá sér heldur en með ljóðum. Hann lærði í Dramatiska Insitutet í Svíþjóð, sem var á þeim tíma eini kvikmyndaskóli landsins. 
Moodysson er vinstri sinnaður femínisti en á sama tíma einnig mjög trúaður. Þetta skín mjög vel í gegn í myndunum hans. Hann einblínir á minnihlutahópa s.s konur og lespíur.


Moodysson hóf leikstjóraferil sinn með þremur lítt þekktum stuttmyndum; Det var en mörk och storming natt árið 1995, En uppgörelse i den undre världen árið 1996 og svo Bara prata lite 1997. 

Fyrsta alvöru myndin hans kom út árið 1998 og heitir hún Fucking Åmål.Hún naut gríðarlegra vinsælda í Svíþjóð og þénaði m.a. meira þar en Titanic sem kom út sama ár. Myndin fjallar tvær ungar stelpur sem búa í ömurlega smábænum Åmål í Svíþjóð, þar sem ekkert er hægt að gera annað en að drekka. Agnes flutti í bæinn fyrir einu og hálfu ári en á enga alvöru vini og er einhvers konar utangarðsmaður. Henni er strítt í skólanum og hún er baktöluð, sérstaklega vegna þeirrar staðreyndar að hún er lesbísk. Agnes er yfir sig ástfangin af svölustu stelpunni í skólanum, Elínu, en þorir ekkert að gera í því.  Elín og Jessica systir hennar mæta óboðnar í afmæli Agnesar þar sem systir Elínar manar hana í að kyssa Agnesi til að komast að því hvort hún sé lesbísk. Elín gerir það og hún og Jessica hennar hlaupa svo hlæjandi burt en Agnes situr eftir niðurlægð. Elín fær samviskubit og gerir hluti sem enginn hefði búist við, en hún og Agnes verða ástfangnar. 

Persóna Agnesar endurpeglar e.t.v. unglingsár Moodysson, þar sem hann var ekki beint vinsæll eins og hún og mikill einfari. Myndin dregur upp mjög raunverulega mynd af unglingsárunum og er einelti t.d. birt á mjög raunsæjan hátt. Eins og í mörgum myndum hans eru persónurnar hér að takast á við raunveruleg vandamál við raunverulegar aðstæður. Það gerir þetta allt saman mjög trúverðulegt og auðveldara er að lifa sig inn í aðstæður persónanna þar sem þessi vandamál og aðstæður eru þau sömu og margir unglingar þurfa að glíma við. Hún er líka allt öðruvísi en unglingamyndir eru gerðar í Bandaríkjunumí fyrsta lagi eru leikaranir á réttum aldri og eru mjög venjulegar stelpur.
Myndin vann Teddy verðlaunin fyrir besta myndin.







Næsta mynd Moodysons var Tilsammans og kom hún út árið 2000. Mér finnst hún mun léttari en hinar tvær sem ég hef séð eftir hann. Hún fjallar þó að vissu leyti um alvarleg mál svo sem heimilisofbeldi, stöðu kvenna, samkynhneigð, alkóhólisma og í raun og veru bara almenn fjölskylduvandamál. Það er þó fjallað um þessi mál á gamansamari hátt en í hinum myndum Moodysons og myndin er mjög fyndin á köflum.


Myndin gerist árið 1975 í úthverfi Stokkhólms og fjallar um líf fólks sem býr saman í kommúnu. Systir Görans, eins mannsins sem býr í kommúnunni, fær að flytja inn með börnin sín tvö eftir að hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. Þá fer lífið í kommúnunni smám saman að breytast ásamt skoðunum og viðhorfum fólksins þar.    Einn af aðalleikurum myndarinnar er Michael Nyqvist sem fór með aðalhlutverkið í þríleiknum eftir Stieg Larsson.
Tónlistin er hressandi og má þar finna þekkt lög frá þessum tíma, eins og t.d. S.O.S. með ABBA. 

fólkið í kommúnunni í fótbolta
Myndin hefur unnið til fjölda verðlauna s.s.Gijón verðlaunin fyrir bestu myndina, bestu myndina af ungum kjósendum og besta handrit


í






Aðrar myndir sem hann hefur gert eru: Lilya 4-ever (sjá fyrra blogg) The New Country (Sjónvarpsmynd frá árinu 2000), Heimildarmyndin Terrorists: The Kids They Sentenced ásamt Stefan Jarl (2003), Ett hål i mitt hjärta (2004), Container (2006) og Mammoth (2009). Ásamt því að leikstýra þeim gerði hann einnig handritið að Ett hål i mitt hjärta og Container.  En í þeim fjallar hann um sín helstu söguefni þ.e. ofbeldi á konum og um þá sem eru undir í samfélaginu. Í mammoth leika stórleikaranir Michelle Williams og Gael García Bernal og var það einmitt fyrsta mynd hans á enskri tungu. Leikkonan Jenna Malone sem þekkt er úr Donnie Darko talar svo inn á myndina Container.

Lukas Moodysson hefur mikið lof fyrir myndir sínar í Evrópu og vilja margir meina að hann sé fyrsti sænski stórleiksstjórinn á eftir Ingmar Bergman. Hann er þó eins og ég kom að áðan vanmetinn (allavega að mínu mati) sérstaklega þá í Bandaríkjunum þar sem hann hefur aldrei náð neinum gífurlegum vinsældum.

Lilya 4-ever

Lilya 4-ever er skrifuð of leikstýrð af hinum sænska leikstjóra Lukas Moodyson. Myndin sem kom út árið 2002 fjallar um hina 16 ára Lilyu sem býr einhvers staðar í fyrrum Sovétríkjunum. Hún á að flytjast til Ameríku ásamt móður sinni og nýja manninum hennar en þau áform fara út um þúfur og Lilya er skilin ein eftir. Anna frænka hennar á að sjá um hana en hún stelur íbúðinni hennar og peningunum og lætur hana hýrast í lítilli íbúðarkompu í fátækrahverfi. Hún sér aldrei meiri pening frá móður sinni og þegar rafmagnið er svo loks tekið af kompunni hennar leiðist hún út í það að selja sig til að lifa af. Hún er þó ekki algjörlega ein á báti þar sem hún kynnist Volodya, sem er c.a. 12 ára strákur sem býr við ömurlegar heimilisaðstæður og býr meira og minna á götunni. Lilya hittir svo loks mann sem virðist vera mjög góður og ætlar hann að útvega henni vinnu og íbúð í Svíþjóð. Ekki er þó allt sem sýnist og í Svíþjóð leiðist hún út í enn ömurlegri aðstæður en heimafyrir, þar sem hún er föst í vændi og læst inni.


Í þessari mynd nær Moodyson að draga upp mjög raunverulega mynd af heimi kvenna sem leiðast út í vændi og lífi vændiskvenna. Mörg óhugnarleg skot eru í myndinni sérstaklega skotið sem tekið er frá sjónarhorni Lilyu þar sem mennirnir eru að nauðga henni. Mér fannst Moodyson líka draga upp góða mynd hvaða ömurlegu aðstæður konur þurfa að vera komnar í til að selja sig og þær þurfa að vera komnar á virkilega vondan stað til að trúa gylliboðum frá mönnum um betra líf í útlöndum.
Annað það sem mér fannst gott við myndina er að þegar þau voru í Sovétríkjunum þá töluðu þau rússnesku en ekki ensku með rússneskum hreim eins og gert hefði verið í Bandaríkjunum.
 

Við Urður horfðum á þessa þegar við vorum að gera fyrirlesturinn okkar eftir áramót. Ég hafði aldrei pælt í aðstæðum kvenna sem leiðast út í vændi og hafði þessi mynd því þvílík áhrif á mig. Að sjá hvernig venjulegar saklausar litlar stelpur geta læðst út í að selja sig. Gaurarnir sem kaupa vændið eru engu betri en melludólgarnir og það sem kom mér mest að óvart að þetta eru bara venjulegir menn eiginmenn og feður! Það sem líka var óhugnalegt var hvernig stelpan lá þarna meðan þeir nauðguðu henni og það var svo augljóst að hún vildi þetta ekki hvernig fengu þeir sig ekki til að stoppa. Ég meina þetta var stelpa á aldur við dætur þeirra. Mér var bara illt í maganum á að horfa á þetta. Þetta er náttúrulega ekkert annað en nauðgun og það var eitt af því sem ég hafði bælt í áður. Eitt atriði var sérstaklega ógeðfelt en það var þegar Lilya var heima hjá einum manninum og hann var með fantasíu um að hún væri dóttir hans að biðja um hjálp við heimanámið!

 

Mér finnst líka óhugnarlegt hvað er mikið um þetta á norðurlöndunum og á Íslandi ég vissi ekki að svona ,,siðmenntuð" ríki leyfðu svona að viðgangast. Það er þó erfitt að komast að þessu því að stelpurnar eru jú ólöglegir innflytjendur. Annað sem ég vissi ekki er að stelpurnar eru læstar inni og aðeins hleypt út til að  ,,vinna" og eru þær því í fangelsi sem þær losna ekki út úr, mjög óhugnarlegt.

Með aðalhlutverk fara Oksana Akinsjina sem Lilya og Artiom Bogutjarskij sem Volodya.
Myndin hefur unnið fjöldamörg verðlaun t.d. Gijón verðlaunin fyrir besta myndin og besta myndin valin af ungum  kjósendum. Lilya 4-ever var framlag Svíðþjóðar til óskarsverðlaunana en þau lenti í einhverju veseni með þau tilnefningu því að það var ekki töluð sænska í myndinni.
Myndin skildi eftir sig svo mikið að mér verður ennþá hálf illt að hugsa um hana en að vissu leyti hafði maður gott af því að sjá hana því að hún lætur mann hugsa. Mig mundi langa að hjálpa þessum konumm en það er erfitt og ég hugsa um hvað ég hef það gott hér á Íslandi og hve heppin ég er.
Allir eru skyldugir til að sjá þessa, mjög góð mynd og frekar vanmetin. Annars er Lukas Moodyson frekar vanmetinn leikstjóri og kynnið ykkur því endilega myndir hans.



Okkar eigin Osló

Ég veit að þetta er ekki myndin sem við áttum að sjá en mamma mín vildi endilega fara í bíó á hana og bauð mér með (þ.a. ég vona þetta sé í lagi og ég fái mætingu þar sem þetta er jú íslensk mynd).
Okkar eigin Osló fjallar um mann og konu sem kynnast í viðskiptarferð í Osló. Þegar þau eru komin heim til Íslands þá býður maðurinn sem heitir Haraldur konunni (Vilborgu) á deit. Þetta fyrsta deit varir alla myndina. Eftir morgunmatinn, sem hann bauð henni í, enda þau einhvernveginn á því að fara í bústaðinn hans saman ásamt skrýtnu systur Haralds og syni Vilborgar honum Kolbeini sem nennir engann veginn að vera þarna. Í bústaðinn kemur svo barnsfaðir Vilborgar einnig sem er leikinn af Hilmi Snæ, mamma Haralds og frændi (leikinn af Ladda) með mjög skrautlegum og fyndnum afleiðingum.
Hann Haraldur er mjög seinheppinn maður og þegar í bústaðinn er komið þá breytist hann í allt aðra manneskju sem leyfir sér ekki neitt. Þegar líður á myndina kemur þó smám saman í ljós af hverju það er....

    
Myndin er mjög góð afþreying. Mér fannst myndin byrja mjög hægt en þegar líður á myndina verða aðstæðurnar sífellt vandræðalegri og vandamál persónnanna skína í gegn. Hún er mjög fyndin en ekkert meira en það, ekki mikill söguþráður eða neitt. Þar sem ég var í stuði fyrir létta grínmynd þegar ég var að fara í bíó hentaði hún mér ágætlega og því fannst mér hún ná því fram sem ég bjóst við af myndinni.
Ágætis leikur er í myndinni og með aðalhlutverkin fara Þorsteinn Guðmundsson og Brynhildur Guðjónsdóttir.
Með önnur hlutverk fara: Elma Lísa, Steindi jr., Ari Eldjárn, Laddi, María Heba Þorkelsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Valgeir H. Skagfjörð.
Þorsteinn guðmunddson skrifaði handritið af myndinni og skín það í gegn því að þetta er akkurat húmorinn hans, svo að ef ykkur finnst hann fyndin skellið ykkur þá á myndina í bíó.
Sem sagt ef þið viljið sjá fyndna og ágætis mynd í bíó skellið ykkur þá á þessa.





Monday, April 4, 2011

The Adjustment Bureau

Í síðustu viku fór ég á the adjustment bureau. Hún fjallar um ungann pólitískus, David (Matt Damon), þann yngsta í sögunni til að bjóða sig fram til öldungardeildarþings Bandaríkjanna. Hann tapar kosingunum en á kosningakvöldinu kynnist hann ballerínunni Elise (Emily Blunt) sem hefur djúpstæð áhrif á hann.
Þremur árum seinna vinnur hann hjá virtu fjármálafyrirtæki og hittir þá stelpuna aftur fyrir tilviljun í strætisvagni.
Við komumst að því að þau áttu ekki að hittast því að starfsmenn hinnars svokölluðu adjustment bureau stjórna örlögum mannanna samkvæmt fyrirmælum stjórans (the guard). Þeir gera allt til að stía elskendunum í sundur en það er orðið of seint og reyna David og Elise að forða sér frá ,,örlögum" sínum.

The Adjustment Bureau Poster

Ég verð að segja að ég bjóst við að þessi mynd yrði betri sérstaklega þar sem Matt Damon leikur í henni. Ég varð fyrir smá vonbrigðum því að mér fannst hún smá kjánaleg. Ég valdi hana því að hún hafði verið að fá svo góða dóma á netinu á  flestum stöðum sem ég kíti á fékk hún **** af fimm mögulegum. Hún fékk líka 7,2 á imdb. Myndin er þó ágætis afþreying en verður seint kölluð eitthvað meistaraverk. Kannski var það sem fór í taugarnar á mér hvað myndin var svakalega bandarísk.
Eitt af því sem gerði myndina svona kjánalega voru starfsmenn adjustment bureau enduðu allir nafnið sitt á son. Það voru t.d. Thomsson og Richardsson og þeir áttu að vera englar en ,,the guard" guð. Ég held að ef þeir hefðu sleppt því hefði myndin orðið betri og minna kjánaleg. Það voru líka sögustaðreyndum haldið fram sem pössuðu ekki alveg.
Mér fannst líka endirinn á myndinni cheap lausn, vil ekki spoila myndinni fyrir ykkur en hann hefði geta verið betur útfærður og útpældur að mínu mati. Ég hugsaði  að það hefði verið lítill tilgangur í öllum þessum eltingarleik.


Það er þó ekkert út á leikinn að setja enda er Matt Damon fantagóður leikari og mótleikarar hans ekki síðri. Myndin er líka mjög vel gerð og tónlistin skapar alveg spenning á köflum. Það er handritið sem er ekki nógu gott en þeir voru heppnir að fá gott fólk með sér sem halda myndinni uppi því að annars væri hún mun verri.
Myndin var þó alveg góð ef maður gat litið fram hjá kjánaleg heitunum og getur verið að mörgum þykir meira í myndina spunnið en mér. Ég verð líka að viðurkenna að á tímabili var ég mjög spennt. Mæli alveg með henni ef þið viljið sjá ágætis mynd, kannski bjóst ég bara við of miklu eftir ég sá hvað fólk á netinu gaf henni góða dóma.


Kvikmyndagerð 2010-2011

Ég valdi kvikmyndagerð því að ég vildi prófa eitthvað nýtt og var orðin smá leið á öllu þessu bóklega námi og langaði að brjóta þetta smá upp. Auk þess hafði ég séð mjög fáar myndir og var alveg úti að aka þegar fólk var að tala um kvikmyndir. Þetta fag kenndi mér margt um kvikmyndir og pæli ég mun meira í þeim nú en áður og er með langan lista af myndum sem mér langar að sjá. Mér fannst sérstaklega gaman fyrir áramót að læra um gömlu leikstjórana og sjá nokkrar ,,silent movies" því að ég hafði alltaf verið með fordóma gegn þeim því að þær voru örugglega ömurlegar. En eftir að ég sá myndir eins og The General, Citicen Kane og film noir myndina (sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu) þá breyttist skoðun mín gjörsamlega og ætla ég að fara að kynna mér betur gamlar klassískar myndir.
Einnig fannst mér mjög gaman að fyrirlestrinum eftir áramót. Ég hafði ekki hugmynd um hver Lukas Moodyson var áður en Urður benti mér á hann. Myndir hans komu mér eitthvað svo skemmtilega að óvart og höfðu mikil áhrif á mig.

Mér finnst bloggin fín og þau láta mann aðeins pæla í myndunum meira og hvernig þær eru gerðar. Það mættu þó alveg vera færri bloggstig því að eitt blogg tekur svakalegan tíma. Þau þurfa ekkert að vera mikið færri bloggstigin kannski svona 10-15 í mánuði því að 20 stig eru heldur mikið.
Mér finnst rosalega áhugavert að læra um kvikmyndasöguna en hún mætti kannski vera aðeins minni hluti af faginu og í staðinn mættum við gera eina stuttmynd í viðbót því að það var langskemmtilegast og maður lærði langt mest á því að gera þær.
Þennan auka tíma mætti líka í að nota undir handritagerð og hugmyndavinnu og hafa misstóra hópa stundum upp í 5 manna hópa en stundum kannski einstaklingverkefni.

Þegar ég lít til baka sé ég ekkert eftir því að hafa valið kvikmyndagerð, sérstaklega ekki núna þegar fólk er að læra undir stúdentsprófin í valfögunum en á meðan skemmti ég mér við að gera mynd. Allt í allt var kannski heldur meira að gera en ég hefði búist við samt og mætti kannski hafa einn fyrirlestur á ári í stað einn á hvorri önn.
Takk fyrir veturinn.
Halla

Lokavekefnið (ace of spades)

Gerð lokaverkefninsins gekk mun betur fyrir sig en hinna tveggja því að við kunnum mun betur á myndavélagræjurnar núna. Allt einhvernveginn small fullkomlega saman við gerð handritisins, tökur og klippingu myndarinnar. Við rákumst þó á smá vesen þegar við ætluðum að importa myndina í Final Cut Pro. Við redduðum því og notuðum í staðinn iMovie.
Ég er ágætlega sátt með hvernig myndin tókst til en fannst að myndatakan í einstaka senum hefði mátt vera aðeins betri hjá okkur. Ég var líka mjög pirruð á sýningardaginn þegar hljóðið kom ekki  á nokkrar senur, því að hljóðið hafði verið í fínu lagi daginn áður. Einnig hefðum við mátt lækka hljóðið aðeins í einni spilasenunni því að það var of hátt.
Ég var mjög sátt við tónlistina sem við notuðum og passaði hún oft mjög vel undir. Ég er líka sátt með klippinguna á myndinni.
Mér fannst margar senur mjög vel heppnaðar og er mjög sátt við þlr t.d. eldhúsborðssenan (sem hljóðið virkaði því miður ekki á), báðar sálfræðingasenurnar og senan þar sem Marta verður brjáluð.

Mér fannst myndirnar hjá hinum tveimur hópunum mjög góðar og erfitt var að skera úr um hvor þeirra væri betri.

Monday, January 31, 2011

Gauragangur

Kvikmyndin Gauragangur kom út 16. desember 2010 og er gerð eftir samnefndri bók. Einnig hefur gauragangur verið settur á svið.  Myndin er eftir Gunnar B.Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Alexander Briem, Hildur Berglind Arndal, Eygló Hilmarsdóttir og Atli Óskar Fjalarsson.
Myndin Fjallar um uppreisnarsegginn og skáldið, Orm, sem er í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Myndin á að gerast árið 1979. Aðrar sögupersónur myndarinnar er systir hans Gunnfríður, besti vinur hans Ranúr, besta vinkona hans Halla, Svenni og ástina í lífi hans Lindu.
Saman bralla vinirnir ýmislegt, s.s.fara í bústaðarferð, bíó , gera kúkrannsókn og stela prófavörum.


Myndin er skemmtileg, fyndin og voða krúttleg. Mér finnst hún ná að endurspegla vel tímann sem hún á að gerast í og tískan er alveg frábær á þessum tíma. Þetta er hin týbíska unglingamynd og er Ormur og Ranúr í dálítilli uppreisn og eru að reyna að finna sig eins og margir á þessum aldri. Persónurnar eru flestar mjög skemmtilegir karakterar en ólíkir. Við höfum fallegu stelpuna Lindu, lúðan Höllu, Ranúr skrýtnagæjann  og kennarasleikjunna og úber gáfaða gæjann (sem ég man ekki hvað heitir og finn það ekki neninsstaðar á netinu   :( )


Ef þið eruð að leyta eftir einhverju meistaraverki þá er þetta ekki rétta myndin. Ef þið eruð að leyta eftir góðri laugardags ,,feel good" mynd þá er þessi rétta myndin og er alveg ágætis afþreying sem hentar öllum aldurshópum. Um þessa mynd er ekki mikið meiraað segja.

Trailerinn:

Bestu myndir ársins 1920 (kvikmyndagrein)

Tveir kvikmyndasérfræðingar hafa tekið í þrjú ár saman lista um topp 10 myndir fyrir 70 árum í stað þess að taka topp tíu myndir ársins. Í lok ársins 2010 tóku þeir því þar af leiðandi árið 1920 fyrir. Þeim fannst erfitt að taka listann saman því að margir leikstjórar gerðu sínar verri kvikmyndir þetta ár og kvikmyndaleikstjórar eins og Buster Keaton og Lloyd voru ennþá að gera stuttmyndir og Charlie Chaplin gerði ekki mynd árið 1920. Þetta ár má segja að hafi verið upphafið að endinum hjá D.W. Griffith.
Við getum sagt að árið 1920 sé lognið undan storminum því að ný kynslóð kvikmyndagerðamanna voru að ryðja sér veg í Hollywood og Evrópu og voru það menn eins og Chaplin, Keaton og Lloyd. En einnig erlendir menn eins og til dæmis Murnau, Lang, Pabst, Eisenstein, Pudovkin, Dozhenko, Kuleshov, Vertov, Ozu, Mizoguchi, Jean Epstein, Pabst, Hitchcock og fleiri.

Topplisti sérfræðinganna:

1. Maurice Tourneur kom með myndina The Last of the Mohicans sem er aðallega um stríð indijánanna við Breta, inn í myndina fléttast líka ástarsaga. Aðalhetja myndarinnar er Cora. Sjónarspil myndarinnar er mjög flott og það er stórkostlegt útsýni og landsvæði notað við tökur.


2. Way Down East eftir D.W.Griffith . Með aðalhlutverkið fer Lillian Gish, hún leikur unga konu sem er plötuð í hjónaband er síðan yfirgefin af manninum sínum og endar ein uppi með barnið þeirra hjóna sem deyr. Þá ræður hún sig sem vinnukonu á sveitarsetri þar sem sonurinn á heimilinu verður ástfanginn af henni. Hún er þar af leiðandi rekin í burtu af heimilinu.



3. Cecil B. De Mille leikstýrði Why Change Your Wife? en hún fjallar um konu sem hvetur mann sinn til að verja tíma með fallegri konu. Eftir að maður kyssir fallegu konuna fer kona hans frá honum því að hún gerir ráð fyrir að hann hafi haldið fram hjá. Maðurinn giftist því meintu framhjáhaldi, þá sér fyrrverandi kona hans eftir öllu saman og klæðir sig meira ögrandi og nær honum til baka. Myndi er ein stór tískusýning og voru topp hönnður þess tíma fengnir til að hanna fötin.




4. Erotikon eftir Stiller er ein af evrópsku myndunum sem bandaríkjamenn fengu innblástur frá eftir stríðið. Söguþráður hennar er akkurat öfugur viðmyndina á undan. Konan hélt fram hjá manninum sínum og er í gangi einskonar ástaferhyrningur. Það sem var athyglisvert við þessa mynd er að settið var stærra og klippingar tíðari. Einnig var spegilinn notaður á áhugaverðan hátt til að gera myndina dramatískari.



5. Næst koma tvær myndir sem eru eftir lítt þekktan leikstjóra William C. de Mille en hvorugar þessar myndir hafa verið gefnar út á DVD. Fyrir myndin heitir Jack Straw og er um mann og konu sem búa í íbúð í Harlem og verða svo ástfangin.  Konan verður svo rík og maðurinn er henni ekki lengur sambjóðandi. Þá dulbýr hann sig til að vinna hana aftur. Seinni myndin heitir Connrad in Quest of His Youth og er um mann sem kemur tilbaka sem hermaður frá Indlandi og finnst hann vera orðinn gamall. Hann reynr því að finna aftur æsku sína. Maðurinn verður á endanum ástfangin af konu sem lætur hann finnast vera ungan aftur.


úr Conrad in quest of his youth
6. Das Cabinet des Dr. Caligari sumir dæma þessa mynd og segja settið vera eins og í leikhúsi og myndina staðnaða. Þrátt fyrir mikla málningu og málaða leikmynd er svo ekki og eru oft listrænari. Myndin var líka tilraun á að færa stefnu frá öðrum listasviðum inní í kvikmyndir, expressíónisma. Myndinni tókst það og er expressíonismi meira að segja enn notaður í dag.


7. Næst koma tvær myndir eftir Andrew Lloyd, High and Dissy og Safety Last. Sú fyrri fjallar um ungan lækni sem hefur ekki mikið að gera. Hann verður ástfanginn af konu í fylliríi þegar hún gengur í svefni fyrir utan gluggan hans, hann hjálpar henni en læsist svo óvart úti á verönd hennar.

8. Neighbours var seinasta myndin af fimm stuttmyndum sem Keaton/Cline gerðu 1920. Myndin var Romeó og Júlíu ævintýri sem gerðist í tveim íbúðarblokkum hlið við hlið. Strákur  og stelpa úr sitthvorri blokkinni verða ástfangin en það óheppilega vill til að foreldrar þeirra eru óvinir. Þau ætla að giftast en pabbi stúlkunnar lokar hana inni á þriðju hæð, þaðan sem Keaton mun síðan bjarga henni eins og við sjáum í þessari senu:

Myndatakan í myndinni er áhugverð því við getum oft séð hvað er að gerast í báðum íbúðum í einu og sjáum meira en karakterarnir í myndinni.

9. Mästerman eftir Victor Sjöström er um Samuel sem er skyldugur til að taka unga vinnukonu til sín sem hann verður síðan ástfanginn af en hún er nú þegar ástfangin af ungum sjómanni. Samuel áttar sig á endanum á því að hann verður að gefa ást sína upp á bátinn og leyfa ungu elskendunum að vera saman.

10. Barrabas  eftir Feuillade er um Mann að nafni Strelitz sem neyðir fyrrverandi fanga í að fremja morð með því að plata hann með bréfum dáins sonar hans. Fyrrverandi fanginn er síðan hálshöggvin  fyrir morðið en á endanum tapar Strelitz baráttunni.



Micamacs

Micmacs kom út árið 2009 og er eftir leikstjórann Jean-Pierre Jeunet en hann er þekktastur fyrir Amélie og Delicatessen. Mér fannst sama stemmingin í Micmacs og Amélie en persónurnar í myndunum eiga það sameiginlegt að vera svolítið skrýtnar og eru smá ,,outsiders" en mjög sniðugar og útsjónarsamar. Þetta eru heldur ekki hinar týpísku bíómyndapersónur.



Micmacs fjallar um Bazil sem hefur misst föður sinn og næstum líf sitt út af tveimur vopnaframleiðendum. Hann lendir á götunni eftir slys og hittir þar fyrrverandi fanga, Slammer, sem leifir honum að búa  hjá sér og vinum sínum sem búa í einskonar húsi á ruslahaugunum. Vinahópurinn stendur saman af Buster, Ginnes heimsmethafa, Tiny Pete, sem er mjög flinkur uppfinningamaður, teygjanlegu stelpunni, og reiknivélinni (hún getur reiknað lengdir með því einu að horfa á hlutina sem hún á að mæla). Ekki heldur gleyma Remington sem er alltaf að þykjast vera Suður-Afrískur á ótrúlega skondin hátt. Seinast en ekki sýst er það mamma hússins sem sér m.a. um að elda ofan í þau. Saman hjálpa þau Bazil að ná fram hefndum á vopnaframleiðundunum með ótrúlegum hætti. En skrýtnu eiginleikar perónanna (sem ég nefndi hér áðan ) eiga allir eftir að nýtast vel í hefndarbaráttunni.



Þetta er ævintýramynd fyrst og fremsten einnig gaman-, fjölskyldu- og örlítil hasarmynd.                  
Hvernig vinirnir og Bazil steypa auðvaldinu af stóli og leysa flækjurnar sem þeir standa stundum frammi fyrir er mjög sniðugt og fyndið. Mér finnst Jean vera deila á auðvaldið í þessari mynd, að sjá hvernig forstjórar vopnafyrirtækjanna stjórna og búa, þeir eru orðnir valdafíklar og hugsa ekkert lengra hvaða áhrif viðskipti þeirra hefur á heiminn. Jean heldur með  litla manninum og þeim sem eru undir í samfélaginum sem koma sér áfram með læki og útsjónarsemi.

Myndin fannst mér henta öllum aldurshópum og er góð afþreying og mjög fyndin. Eins og ég kom inn á er þessi skemmtilega stemmninng í henni sú sama og er í Amélíe en ég kem ekki alveg fyrir mig hvernig hún myndast. Kannksi er það bara samspil persóna, húmors og staðnum þar sem myndin gerist, því að myndin er mjög sjónræn. Mig langaði oft að fara inn í myndina og kynnast perónunum og heiminum í myndini sem Jean náði að skapa mjög vel, allavega í augnablik.
Eini galli myndarinnar var sú að mér fannst hún svolítið lengi að byrja. Mæli eindregið með henni og enginn aðdáandi Amélie ætti að láta hana framhjá sér fara.