Monday, January 31, 2011

Gauragangur

Kvikmyndin Gauragangur kom út 16. desember 2010 og er gerð eftir samnefndri bók. Einnig hefur gauragangur verið settur á svið.  Myndin er eftir Gunnar B.Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Alexander Briem, Hildur Berglind Arndal, Eygló Hilmarsdóttir og Atli Óskar Fjalarsson.
Myndin Fjallar um uppreisnarsegginn og skáldið, Orm, sem er í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Myndin á að gerast árið 1979. Aðrar sögupersónur myndarinnar er systir hans Gunnfríður, besti vinur hans Ranúr, besta vinkona hans Halla, Svenni og ástina í lífi hans Lindu.
Saman bralla vinirnir ýmislegt, s.s.fara í bústaðarferð, bíó , gera kúkrannsókn og stela prófavörum.


Myndin er skemmtileg, fyndin og voða krúttleg. Mér finnst hún ná að endurspegla vel tímann sem hún á að gerast í og tískan er alveg frábær á þessum tíma. Þetta er hin týbíska unglingamynd og er Ormur og Ranúr í dálítilli uppreisn og eru að reyna að finna sig eins og margir á þessum aldri. Persónurnar eru flestar mjög skemmtilegir karakterar en ólíkir. Við höfum fallegu stelpuna Lindu, lúðan Höllu, Ranúr skrýtnagæjann  og kennarasleikjunna og úber gáfaða gæjann (sem ég man ekki hvað heitir og finn það ekki neninsstaðar á netinu   :( )


Ef þið eruð að leyta eftir einhverju meistaraverki þá er þetta ekki rétta myndin. Ef þið eruð að leyta eftir góðri laugardags ,,feel good" mynd þá er þessi rétta myndin og er alveg ágætis afþreying sem hentar öllum aldurshópum. Um þessa mynd er ekki mikið meiraað segja.

Trailerinn:

1 comment: