Tuesday, October 12, 2010

Riff: How I ended this summer


Rússnesk mynd um tvo menn sem búa á eyju og eru að mæla geislavirkni (eða eitthvað álíka). Annar maðurinn er eldri og er búin að vera lengur á eyjunni (hann og konan hans bjuggu þarna saman þangað til að þau eignuðust barn þá fluttti konan upp á land). Hinn maðurinn er ungur og er alger slugsi (sefur yfir sig sem dæmi). Einn daginn fer eldri maðurinn í veiðitúr. Á meðan fær yngri maðurinn vondar fréttir sem hann á að segja eldri manninum, þ.e. að fjölskylda hans hafi dáið.Yngri maðurinn segir þeim eldri fréttirnar ekki strax. Svo þegar hann kemst að þeim (sá eldri) verður hann brjálaður og reynir að drepa yngri manninn. Myndin endar með að eldri maðurinn endar á að vera einn á eyjunni en sá yngri fer á land aftur. Mennirnir faðma hvorn annan að skilnaði.
Þessi mynd var nú ekkert sérstaklega skemmtileg. Hún var mjög hæg, held bara ein sú hægasta mynd sem ég hef séð. Leikararnir sögðu svona hvor um sig 10 setningar í allri myndinni sem var 2 klst. löng (plús það að telja endalaust upp að einhverjum tölum). Myndin hafði ekki mikið afþreyingargildi en hún átti að vera meira listræn held ég og meira lagt upp úr því sjónræna og mörg flott skot voru í myndinni. Mér fannst þó skotin sum heldur löng og koma óþarflega oft, þurfum við virkilega að sjá húsið sem þeir bjuggu í svona 20 sinnum í myndinni í svona mínútu í hvert skipti. Þó að í evrópskum myndum séu yfirleitt langar klippingar fannst mér að oft mætti stytta þær niður og leyfa sögunni að fljóta meira áfram því að einn helsti galli myndarinnar var að hún var of löng. Myndin hefði verið mun betri ef hún hefði verið hálftíma styttri og hefði mér líkað betur við hana þá því svona mikið hægar og tallitlar myndir eru mjög þreytandi til lengdar.
Ágætis mynd, mæli ekki með henni sem afþreyingu heldur frekar ef þið eruð að leyta eftir óhefðbundinni  og öðruvísi mynd. Kannki var það einmitt ástæðan fyrir að mér líkaði ekki við hana því að ég er vön hinu hefðbundna ameríska og breska sniði á kvikmyndum. Einnig það að ég bjóst við að myndin væri öðruvísi uppbyggð og hafði of miklar væntingar.

Kann ekki að setja trailerinn hingað inn á svo að hér er slóðinn að honum:

Blogg um heimildamynd.





Gwendolin Bradshaw
Á Riff fór ég á myndina About face: Story about Gwendolin Bradshaw.
Þegar ég fór á þessa mynd vissi ég ekkert um hana og vissi ekki einu sinni að þetta væri heimildarmynd. Ég vissi bara það sem Urður sagði mér 5 mínútum áður en myndin byrjaði. Þessi mynd fjallar um Gwendolin og baráttu hennar í lífinu. Þegar Gwen var aðeins nokkurra mánaða brenndist hún illa því að mamma hennar sem þjáðist af ofskynjunum henti henni á bál sem maðurinn
hennar hafði gert, því að þau voru í útilegu.
Myndin sýnir okkur fyrst viðtal við Gwen u.þ.b. 14. ára gamla en svo er okkur hún sýnd hvernig hún lítur út í dag. Í fyrstu virðist hún ósköp venjuleg stelpa sem hefur yfirstaðið hindrarnir sínar og spilar meira að segja á gítar og fiðlu þrátt fyrir að hægri hendi hennar sé vansköpuð út af brunanum. En þegar betur er að gáð er Gwen þunglynd og hefur reynt að fremja sjálfsmorð a.m.k. 2svar og hefur verið á geðlyfjum síðan hún var pínulítil. Hún heldur einnig eignlega engu sambandi við pabba sinn.
svona fór höndinn hennar eftir slysið!

Fyrir miðbik myndarinnar kemst Gwen að því að hún eigi eldri systur og hittast þær. Það á eftir að hafa góð áhrif á Gwen að hafa einhvern í lífi sínu sem hugsar um hana og vill kynnast henni þrátt fyrir örin hennar.
Myndin snýst á endanum um að finna mömmu Gwen sem yfirgaf hana og pabba hennar eftir slysið. Gwen telur að það muni hjálpa sér að komast yfir það sem gerðist fyrir hana í æsku.
Gwen finnur á endanum mömmu sína og fær einhver svör hjá henni. Allavega virðist Gwen sátt í enda myndarinnar og hefur eignast fjölskyldu (eldri systur sína). Það sem hjálpart henni líka að sættast við hvað gerðist fyrir hana eru líka margir aðrir hlutir svo sem ráðstefnan sem hún fer á fyrir fórnarlömb brunaslysa og heyrir þau tala um reynslu sína. Einnig hjálpar það henni að hún fær vinnu í fatabúð og fólk nálgast hana og biður um hjálp hennar. Þarna áttar Gwen sig á að slysið er yfirstíganlegt og hún getur komist yfir það og þarf ekkert að skammast sín  fyrir örin. Þetta var ekki henni að kenna.
Myndin var mjög góð og kom mér skemmtilega að óvart og ég sé ekkert eftir að hafa farið á hana. Ég náttúrulega vissi ekkert um hvað myndin og hafði því engar væntingar. Ég myndi mæla með þessari mynd, hún er átakanleg, sorgleg og gleðileg. Það er líka áhugavert hvað maður gerir sér oft ekki grein fyrir því hvað maður hefur það auðvelt í lífinu meðan aðrir þurfa að berjast og svona myndir minna mann alltaf á það. Mér finnst myndin líka vekja spurningar um hvort að nauðsynlegt sé að dæla öllum þessum þunglyndislyfjum (og öðrum lyfjum) í fólk strax á unga aldri, þau virtust allavega ekki hjálpa Gwen mikið (þegar þarna komið við sögu)
Gwen að spila á fiðluna!

Thursday, September 30, 2010

Mínir uppáhalds þættir

Þar sem ég horfi mun meira á þætti en myndir ákvað ég að gera topplistan minn um þætti. Ég á mér marga uppáhalds þætti og var því erfitt að velja þessa úr en á endanum urðu þeir þessir.

Dexter
flokkur: spenna, drama, lögreglu.
Þessi þáttur er um blóðslettufræðingin Dexter sem á sér það leyndarmál að hann er raðmorðingi.
Það sem ég elska við Dexter er hvað maður getur haldið með honum aðra vikunna og vill láta handtaka hann hana næstu.
Oftast held ég þó með honum og það er skrýtið að sjá hvað engum grunar neitt í kringum hann. 
Verið er að sýna 5. seríuna í Bandaríkjunum um þessar mmundir. Besta serían hingað til var sú fjórða en önnur sería var líka mjög góð. Mæli eindregið með að horfa á þennan þátt og er ennþá jafngóður og hann var í 1. seríu eða jafnvel betri sem er ekki algegnt að gerist fyrir þætti. Oftast verða þeir lélegri eða breytast mikið því fleiri seríur sem koma.
Dexter hefur unnið t.d. tvö golden globe verðlaun og verið tilnefndur og unnið fjöldan öll af verðlaunum.
Með aðalhlutverk fer Michael C. Hall sem Dexter



Chuck
Flokkur:action, grín og drama.
Þátturinn fjallar um Chuck venjulegan mann sem vinnur í búðinni Buy More. Hann lendir í því að öll leyndarmál C.I.A. festast í heilanum á honum og þá breytist líf hans mikið.
Þetta er minn uppáhalds þáttur í augnablikinu. Það sem ég dýrka í þessum þætti er hvað spenna, drama og action blandast vel saman. +Eg tel að þessi þáttur bjóði upp á margt sem aðrir hafa ekki. Þættirnir geta þó oft verið mjög misjafnir, á meðan sumir þættirnir eru geðveikir eru aðrir bara svona allt í lagi og er það helsti galli þáttarins.
ég mæli með þessum þætti, þó að e.t.v. sé hann ekki fyrir alla sem sést best á áhorfendatölunum og hefur oft verið spurning um hvort þátturinn yrði endurnýjaður. Þó virðist það vera að þeir sem á annað borð líki við þáttinn dýrka hann hreinlega.
Þetta er dæmi um þátt sem hefur breyst mjög mikið, en mér finnst það virka í þessum þætti því að handritshöfundarnir áttu í þá hættu að fólk yrði fljótt leið á upphaflegu hugmyndinniþ
Fjórða sería er nú í gangi í Bandaríkjunum og stefnir hún í að verða besta serían hingað til þó að mér persónulega finnist önnur serían best hingað til. Með hlutverk Chucks fer Zachary Levi.





Beverly Hills 90210
Flokkur: unglingaþáttur (drama, ást)
Þessi þáttur fjallar um 8 ungmenni í West Beverly High í Beverly Hills og hvernig þau takast á við erfiðleika lífsins. Fylgst er með þeim gegnum 10 seríur svo að efni þáttarins breytist því augljóslega frá upphaflegu hugmyndinni.
Margir eru eflaust ósammála að þessi þáttur eigi heima á svona lista en þessi þáttur var brautryðjandi á mörgum sviðum og talaði opinskárra um ýmis unglingamálefni en aðrir unglingaþættir gerðu og var þetta einn af fyrstu unglingaþáttunum sinnar gerðar. Auk þess er þessi þáttur svo skemmtilega hallærislegur.
Þessi þáttur er ágætis afþreying, mér finnst þó fyrstu 5 seríurnar bestar (sérstaklega miðskólaárin) þó svo að restin sé fín.
Þátturinn 90210 er byggður á Beverly Hills 90210 og er ágætis unglingaþáttur. Mörgum finnst hann betri því að hann er nýtískulegri og fjallar um skemmtilegri málefni. ég er því ósammála því að hafa verður í huga að Beverly Hills 90210 er barn síns tíma og hefur verið opinskár þá og það flottasta. 
Aðalhlutverk: Jason Priestley, Jennie Garth, Ian Ziering, Brian Austin Green, Tori Spelling og Shannen Doherty svo að einhver dæmi séu tekin.





Skins
Flokkur: drama, grín, unglingaþáttur.
Breskur unglingaþáttur um hóp krakka í college. Hver þáttur fjallar um eina manneskju og skyggnist inn í líf hennar.
Þessi þáttur er ekki hinn týbíski unglingaþáttur og það er það sem ég líka við hann. Krakkarnir eru oftar en ekki virkilega skemmdir og eru í ruglinu (dópi og drekka mikið). Maður kann samt virkilega vel við þá. Komnar eru 4 seríur. í fyrstu tvem er fjallað um annan vinahóp en í næstu tveim. Fyrri tvær seríurnar eru miklu betri en 3. og 4. þó að þær séu góðar líka. Mér finnst bara eins og handritshöfundarnir séu að reyna að gera þau of mikið ,,messed up" í seinni seríunum í staðin fyrir húmorinn og raunverulegri krakka sem voru í þeim fyrri. Þess má geta að 5. sería er á leiðinni með enn nýjum vinahóð.
Þessi  þáttur er mjög góður og skemmtilegur. Helsta gagngrýnin á hann er að hann sé of mikið og sýni ekki breska unglinga í réttu ljósi og sé ekki góð fyrirmynd. Mér er alveg sama og maður getur ekki annað en elskað skíthælinn Tony, anorexíusjúklingin hana Cassie og stónerinn Chris svo að dæmi séu tekin. Þátturinn tekur á alvöru málefnum sem margt ungt fólk er að kljást við í dag.
Orðrómur er um að mynd sé á leiðinni svo hefur einnig verið gefin út skáldsagan Skins.





sería 3-4
Sería 1-2




















Friends
Flokkur: grín
Þennan þarf vart að kynna. Hann fjallar um 6 vini sem búa í New York og líf þeirra.
Það var erfitt að velja á milli Friends og How I met your mother, en á endanum valdi ég Frinds. Ástæðan er einfaldlega að mér finnst Friends vera stöðugra, þ.e. það var alltaf gott kom varla niðursveifla á meðan HIMYM hefur verið að dala seinustu tvær seríur og nær ekki húmornum á sama stig og hann var í fyrri seríum.
Friends er alltaf fyndið sama hversu oft maður horfir á það og er ég búin að horfa á suma þætti ábyggilega meira en 10x. Það sem er líka skemmtilegt við Friends að næstum allir hafa séð allavega einn þátt af því og alltaf hægt að tala um hann, þátturinn virðist höfða til flestra. Margt sem gerist í Friends gerist í daglegu lífi og lendir maður oft í því að tengjast eitthvað sem gerist í enhverjum Friendsþætti og margir í kringum mann hlæja líka. 
Friends er líka tiltölulega einföld hugmynd og er kannski ekki mikill söguþráður þannig séð og þessi þáttur er það sem kemst næst að endurspegla líf venjulegs fólks. Aðrir þættir gætu tekið sér friends sér til fyrirmyndar, þátturinn sýmir að það þarf ekki alltaf einhverja svaka söguþræði til að þátturinn gangi upp. Oft er bara nóg að hafa þetta einfalt.
Það er líka svo gaman að sjá hvað þau eru öll ólík og skapar það oft fyndnar aðstæður.
Til gamans má geta þá kenndi þátturinn mér muninn á þriðjudegi (Tuesday) og fimmtudegi(Tursday) á ensku með aðferð sem Joey (einn karakterinn) beitir.
Mæli eindregið með þessum. Ef þú hefur ekki horft á hann drífðu þig þá í að byrja og þú þarft ekkert að grípa inn í seríu eitt heldur getur gripið inn í þáttinn hvar sem er. Besta serían að mínu mati er 5 og 1 (þær eru 10 talsins).

Þetta var listinn minn og nokkrir af mínum fjölmörgu uppáhaldsþáttum. Ástæðan fyrir því að mér líkar betur við þætti en bíómyndir er sú að þegar ég horfi á myndir langar mig oft í meira, en í þáttunum get ég fylgst með fólkinu aftur og aftur.

Sunday, September 19, 2010

Maraþonmyndin!

Gerð maraþonmyndarinnar var erfiðari en ég bjóst við. Ég hélt að þetta myndi taka að hámarki svona 2 tíma.
Tökur gengu nú bara ágætlega en dálítill tími fór fyrst í að læra á myndavélina en þegar við vorum búin að ná tökum á henni fóru tökur að ganga hraðar fyrir sig.

Einna mesti tíminn fór í bekkjaratriðið í byrjun myndarinnar og vorum við frá svona 3 tima að taka það upp (mesti tíminn fór í að læra á vélina þar).

Myndin var tilbún kl. 10 um kvöldið en þá áttum við eftir að setja tónlistina inn á. Það hefði tekið skemmri tíma ef snúran og fjarstýringin hefðu verið í töskunni. við eyddum svona 2 tímum í að leyta að snúru sem passaðisem aldrei fannst svo að við þurftum að leyta annarra ráða. Myndin var loks tilbúin svona hálf 2 um nóttuna.

Sem sagt þetta var mun efiðara en ég hélt og tímafrekara. Mjög mikill tími fór líka í að spóla til baka yfir senur sem tókust ekki og finna rétta staðinn til að byrja á, þ.a. fyrir vikið þá hefðum við tekið helmingri styttri tíma í tökur. Myndin fannst mér takast vel betur en ég bjóst við og ég er ánægð með hana. Maður sér samt svo vel gallana í sinni eigin mynd og er maður alltaf mest gagngrýnin við sjálfan sig. Sem betur fer voru mistök (gallarnir) í myndinni ekki margir og smávægilegir miðað við aðstæðurnar sem við fengum en þó voru atriði í myndinni sem ég hefði viljað taka aftur.

Það var mjög gaman að taka upp þessa mynd þrátt fyrir tíman sem þetta tók og ég hlakka til gerð heimildarmyndarinnar!

Mér fannst hinar myndirnar allar góðar og erfitt var að skera úr hver þeirra var best. Greinilegt var að allir vönduðu sig við gerð myndanna og lögðu í þær mikla vinnu.

Sunday, September 12, 2010

Forrest Gump

Forrest Gump
Um síðustu helgi horfði ég á myndina Forrest Gump. Myndin kom út 1994 en gerist á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Myndin fjallar um hinn góðhjartaða Forrest Gump sem elst upp hjá mömmu sinni í sveit í Georgíu fylki. Hann hefur lága greindarvísitölu á þess vegna ekki að komast inn í skóla en vegna baráttu mömmu hans fær hann þó skólavist. Engum krakkanna líkar vel við Forrest og eignast hann aðeins einn vin hana Jenny.
Forrest er einfaldur og er skrýtið að sjá hvernig hann sér heiminn öðruvísi en flestir. Hann skynjar oft ekki aðstæðurnar, hann skyldi t.d. ekki að pabbi Jennyar var að misnota hana þegar þau voru lítil og að hún ætti þess vegna erfitt.                                                                                                                                                         Forrest afrekar mikið í lífi sínu hann fær orðu fyrir víetnamstríðið þar sem hann bjargaði lífum nokkra manna. Í stríðinu eiganðist hann tvo góða vini, Bobby og Lt. Dan sá síðarnefndi átti eftir að reynast honum vel.                                                                                                                                                           Forrest hvatti fólk til að hlaupa með hlaupum sínum þvert yfir Bandaríkin. Hann fór einnig á heimsmeistaramótið í borðtennis og vann sér þar inn pening. Forrest og Lt. Dan fóru saman fyrir þá peninga í rækjurekstur. Reksturinn byrjar hörmulega fyrst en með heppni sinni fá þeir á endanum mikinn pening út úr rækjurekstrinum og fjárfestir Dan í Applefyrirtækinu fyrir gróðann. Forrest þarf aldrei að hugsa um peninga aftur og lifir góðu lífi á gróðanum. Forrest hittir auk þessa nokkrum sinnum forseta Bandaríkjanna. 
Þrátt fyrir þessi afrek þá hugsar hann samt bara um æskuástina hana Jenny.

Forrest að hlaupa
Myndin er vel  gerð og ávallt virðist Forrest vera mjög heppinn og kemst áfram á eigin þrautsegju. Hann er barnalegur og veit ekki hversu mikið hann hafði áorkað í raun og veru og afleiðingar gjörða sinna. Forrest skynjaði t.d. aldrei andúðina sem sumir sýndu gegn hermönnum á þessum tíma.
Myndin sýnir vel byltingartímana sem áttu sér stað á þessum tíma m.a. víetnam stríðið og hippana.  Í myndinni kemur líka fram margir frægir listamenn þess tíma s.s. John Lennon, Elvis Presley, Richard Nixon og JFK.  Frægasta setning myndarinnar er án efa ,,Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvaða mola þú færð“ ("life is just like a box full of chocolate, you never know what your are gonna get"). Fleiri skemmtilegar setningar eru í myndinni eins og ,,Run Forrest, run" og ,,Hi, I'm Forrest, Forrest Gump".
Forrest og John Lennon saman í sjónvarpsþætti
Myndin er mjög vel leikin enda fer Tom Hanks með hlutverk Forrest Gump

Myndin endar  með því að Jenny og Forrest giftast, þó að hún sé dauðvona. Jenny deyr stuttu seinna og Forrest elur upp son þeirra.                                                                                                                                Myndin sýnir okkur að ástin getur kviknað hjá hverjum sem er. Þó að Jenny hafi verið treg að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hún elskaði Forrest þá sá hún að sér. Myndin sýnir okkur líka að maður má ekki afskrifa neinn, fólk getur áorkað meira en maður dettur í hug eins og Forrest sýndi vel. Ég var búin að gleyma hvað þetta væri góð og skemmtileg mynd en líka átakanleg. Ég gef henni 4* af 5.
Ég enda þessa færslu með myndum af Jenny og Forrest

   

Thursday, August 26, 2010

Mínar uppáhalds myndir.

Ein aðal ástæðan fyrir að ég valdi kvikmyndagerð í vali var af því að ég hef ekki séð margar góðar, klassískar myndir og vona því að eftirfarandi listi verði orðin lengri og betri í lok skólaársins. Þó hef ég séð margar ágætis myndir og hér ætla ég að nefna þær sem mér fannst bestar.


The Shawshank redemption (1994) myndin fjallar um Andy sem fær tvöfaldan lífstíðardóm í fangelsi fyrir að drepa konuna sína (þó að maður sé aldrei viss um að hann gerði það). Í fangelsinu kynnist Andy, Red, og verða þeir bestu vinir. Endi myndarinnar kemur manni mikið að óvart og mér finnst alltaf skemmtilegar myndir með plotti í endan. Myndin endar vel og lifa vinirnir hamingjusamir fyrir utan fangelsismúranna. Margir telja þessa mynd eina af bestu myndum kvikmyndasögunnar og mér finnst alveg synd að hún fékk ekki Óskarsverðlaun. Með aðalhlutverk fara Morgan Freeman og Tim Robbins

Lost in translation (2003) Ung stelpa á ferðalagi með eigimanni sínum og miðaldra maður sem er giftur hittast fyrir tilviljun í Tokyo. Hann er leikari og á konu og börn en þykir líf sitt leiðigjarnt. Smám saman þróast samband þeirra og þau þróa djúpar tilfinningar til hvors annars. Myndin fjallar um samskipti þessa einstaklinga. Myndin hefur ekki flókin söguþráð en er samt sem áður mjög góð og er hún ein af mínum uppáhalds myndum. Með aðalhlutverk fara Scarlett Johansson og Bill Murray.

Amélie (2001) Frönsk mynd sem fjallar um hina stórfurðulegu en yndislegu Amélie. Myndin sýnir okkur líf hennar og hvað hún sér heiminn öðruvís en annað fólk. Mynd sem kemur manni alltaf í gott skap og maður getur horft á endalaust á hana. Með aðalhlutverk fer Audrey Tautou.

Goodbye Lenin (2003) Þýsk mynd sem gerist á byltingartímun eða fyrir og eftir hrun Berlínarmúrsins. Myndin fjallar um Alex, vini hans og fjölskyldu sem búa í Austur-Þýskalandi. Rétt fyrir fall Berlínarmúrsins fer mamma Alex, sem var með mikla Austur-Þýska þjóðerniskennd, í dá. Mamma hans vaknar ekki aftur fyrr en múrinn er fallin og miklar vestrænar breytingar eru að streyma í austrið. Alex og fjölskylda telja að þau þurfi að leyna móður sína því að múrinn er fallin og reyna að lifa aftur hinu fábreytta austur-þýska lífi. Breytingarnar í þjóðfélaginu verða alltaf meiri og meiri og lygin spinnur sífellt upp á sig. Myndin er mjög áhugaverð og sýnir vel þær breytingar sem áttu sér stað í þýsku samfélagi á þessum tíma. Myndin sýnir líka hvað austurhlutinn var langt á eftir hinu evrópska samfélagi og hvað fólk hrífist alltaf af því sem er nýrra og betra.

Seven (se7en) (1995) myndin fjallar um raðmorðingja sem gengur laus og drepur eina manneskju fyrir hverja dauðlegu synd. Ég held upp á þessa mynd því að hún hefur óvæntan endi og maður veit ekkert hvert myndin á eftir að taka mann og er gífurlega spennandi allt til enda.

Þetta voru topp 5 myndirnar mínar. Ég hlakka til að sjá eldri myndir núna fyrir áramót þar sem allar þessar myndir eru frá seinustu tveimur áratugum og ég verð greinilega að víkka sjóndeildahringinn minn.