Ein aðal ástæðan fyrir að ég valdi kvikmyndagerð í vali var af því að ég hef ekki séð margar góðar, klassískar myndir og vona því að eftirfarandi listi verði orðin lengri og betri í lok skólaársins. Þó hef ég séð margar ágætis myndir og hér ætla ég að nefna þær sem mér fannst bestar.
The Shawshank redemption (1994) myndin fjallar um Andy sem fær tvöfaldan lífstíðardóm í fangelsi fyrir að drepa konuna sína (þó að maður sé aldrei viss um að hann gerði það). Í fangelsinu kynnist Andy, Red, og verða þeir bestu vinir. Endi myndarinnar kemur manni mikið að óvart og mér finnst alltaf skemmtilegar myndir með plotti í endan. Myndin endar vel og lifa vinirnir hamingjusamir fyrir utan fangelsismúranna. Margir telja þessa mynd eina af bestu myndum kvikmyndasögunnar og mér finnst alveg synd að hún fékk ekki Óskarsverðlaun. Með aðalhlutverk fara Morgan Freeman og Tim Robbins
Lost in translation (2003) Ung stelpa á ferðalagi með eigimanni sínum og miðaldra maður sem er giftur hittast fyrir tilviljun í Tokyo. Hann er leikari og á konu og börn en þykir líf sitt leiðigjarnt. Smám saman þróast samband þeirra og þau þróa djúpar tilfinningar til hvors annars. Myndin fjallar um samskipti þessa einstaklinga. Myndin hefur ekki flókin söguþráð en er samt sem áður mjög góð og er hún ein af mínum uppáhalds myndum. Með aðalhlutverk fara Scarlett Johansson og Bill Murray.
Amélie (2001) Frönsk mynd sem fjallar um hina stórfurðulegu en yndislegu Amélie. Myndin sýnir okkur líf hennar og hvað hún sér heiminn öðruvís en annað fólk. Mynd sem kemur manni alltaf í gott skap og maður getur horft á endalaust á hana. Með aðalhlutverk fer Audrey Tautou.
Goodbye Lenin (2003) Þýsk mynd sem gerist á byltingartímun eða fyrir og eftir hrun Berlínarmúrsins. Myndin fjallar um Alex, vini hans og fjölskyldu sem búa í Austur-Þýskalandi. Rétt fyrir fall Berlínarmúrsins fer mamma Alex, sem var með mikla Austur-Þýska þjóðerniskennd, í dá. Mamma hans vaknar ekki aftur fyrr en múrinn er fallin og miklar vestrænar breytingar eru að streyma í austrið. Alex og fjölskylda telja að þau þurfi að leyna móður sína því að múrinn er fallin og reyna að lifa aftur hinu fábreytta austur-þýska lífi. Breytingarnar í þjóðfélaginu verða alltaf meiri og meiri og lygin spinnur sífellt upp á sig. Myndin er mjög áhugaverð og sýnir vel þær breytingar sem áttu sér stað í þýsku samfélagi á þessum tíma. Myndin sýnir líka hvað austurhlutinn var langt á eftir hinu evrópska samfélagi og hvað fólk hrífist alltaf af því sem er nýrra og betra.
Seven (se7en) (1995) myndin fjallar um raðmorðingja sem gengur laus og drepur eina manneskju fyrir hverja dauðlegu synd. Ég held upp á þessa mynd því að hún hefur óvæntan endi og maður veit ekkert hvert myndin á eftir að taka mann og er gífurlega spennandi allt til enda.
Þetta voru topp 5 myndirnar mínar. Ég hlakka til að sjá eldri myndir núna fyrir áramót þar sem allar þessar myndir eru frá seinustu tveimur áratugum og ég verð greinilega að víkka sjóndeildahringinn minn.
Ágæt færsla og fínn listi. Ég hefði samt vilja sjá smá myndskreytingu, til dæmis screenshot úr myndunum. 4 stig.
ReplyDelete