Thursday, September 30, 2010

Mínir uppáhalds þættir

Þar sem ég horfi mun meira á þætti en myndir ákvað ég að gera topplistan minn um þætti. Ég á mér marga uppáhalds þætti og var því erfitt að velja þessa úr en á endanum urðu þeir þessir.

Dexter
flokkur: spenna, drama, lögreglu.
Þessi þáttur er um blóðslettufræðingin Dexter sem á sér það leyndarmál að hann er raðmorðingi.
Það sem ég elska við Dexter er hvað maður getur haldið með honum aðra vikunna og vill láta handtaka hann hana næstu.
Oftast held ég þó með honum og það er skrýtið að sjá hvað engum grunar neitt í kringum hann. 
Verið er að sýna 5. seríuna í Bandaríkjunum um þessar mmundir. Besta serían hingað til var sú fjórða en önnur sería var líka mjög góð. Mæli eindregið með að horfa á þennan þátt og er ennþá jafngóður og hann var í 1. seríu eða jafnvel betri sem er ekki algegnt að gerist fyrir þætti. Oftast verða þeir lélegri eða breytast mikið því fleiri seríur sem koma.
Dexter hefur unnið t.d. tvö golden globe verðlaun og verið tilnefndur og unnið fjöldan öll af verðlaunum.
Með aðalhlutverk fer Michael C. Hall sem Dexter



Chuck
Flokkur:action, grín og drama.
Þátturinn fjallar um Chuck venjulegan mann sem vinnur í búðinni Buy More. Hann lendir í því að öll leyndarmál C.I.A. festast í heilanum á honum og þá breytist líf hans mikið.
Þetta er minn uppáhalds þáttur í augnablikinu. Það sem ég dýrka í þessum þætti er hvað spenna, drama og action blandast vel saman. +Eg tel að þessi þáttur bjóði upp á margt sem aðrir hafa ekki. Þættirnir geta þó oft verið mjög misjafnir, á meðan sumir þættirnir eru geðveikir eru aðrir bara svona allt í lagi og er það helsti galli þáttarins.
ég mæli með þessum þætti, þó að e.t.v. sé hann ekki fyrir alla sem sést best á áhorfendatölunum og hefur oft verið spurning um hvort þátturinn yrði endurnýjaður. Þó virðist það vera að þeir sem á annað borð líki við þáttinn dýrka hann hreinlega.
Þetta er dæmi um þátt sem hefur breyst mjög mikið, en mér finnst það virka í þessum þætti því að handritshöfundarnir áttu í þá hættu að fólk yrði fljótt leið á upphaflegu hugmyndinniþ
Fjórða sería er nú í gangi í Bandaríkjunum og stefnir hún í að verða besta serían hingað til þó að mér persónulega finnist önnur serían best hingað til. Með hlutverk Chucks fer Zachary Levi.





Beverly Hills 90210
Flokkur: unglingaþáttur (drama, ást)
Þessi þáttur fjallar um 8 ungmenni í West Beverly High í Beverly Hills og hvernig þau takast á við erfiðleika lífsins. Fylgst er með þeim gegnum 10 seríur svo að efni þáttarins breytist því augljóslega frá upphaflegu hugmyndinni.
Margir eru eflaust ósammála að þessi þáttur eigi heima á svona lista en þessi þáttur var brautryðjandi á mörgum sviðum og talaði opinskárra um ýmis unglingamálefni en aðrir unglingaþættir gerðu og var þetta einn af fyrstu unglingaþáttunum sinnar gerðar. Auk þess er þessi þáttur svo skemmtilega hallærislegur.
Þessi þáttur er ágætis afþreying, mér finnst þó fyrstu 5 seríurnar bestar (sérstaklega miðskólaárin) þó svo að restin sé fín.
Þátturinn 90210 er byggður á Beverly Hills 90210 og er ágætis unglingaþáttur. Mörgum finnst hann betri því að hann er nýtískulegri og fjallar um skemmtilegri málefni. ég er því ósammála því að hafa verður í huga að Beverly Hills 90210 er barn síns tíma og hefur verið opinskár þá og það flottasta. 
Aðalhlutverk: Jason Priestley, Jennie Garth, Ian Ziering, Brian Austin Green, Tori Spelling og Shannen Doherty svo að einhver dæmi séu tekin.





Skins
Flokkur: drama, grín, unglingaþáttur.
Breskur unglingaþáttur um hóp krakka í college. Hver þáttur fjallar um eina manneskju og skyggnist inn í líf hennar.
Þessi þáttur er ekki hinn týbíski unglingaþáttur og það er það sem ég líka við hann. Krakkarnir eru oftar en ekki virkilega skemmdir og eru í ruglinu (dópi og drekka mikið). Maður kann samt virkilega vel við þá. Komnar eru 4 seríur. í fyrstu tvem er fjallað um annan vinahóp en í næstu tveim. Fyrri tvær seríurnar eru miklu betri en 3. og 4. þó að þær séu góðar líka. Mér finnst bara eins og handritshöfundarnir séu að reyna að gera þau of mikið ,,messed up" í seinni seríunum í staðin fyrir húmorinn og raunverulegri krakka sem voru í þeim fyrri. Þess má geta að 5. sería er á leiðinni með enn nýjum vinahóð.
Þessi  þáttur er mjög góður og skemmtilegur. Helsta gagngrýnin á hann er að hann sé of mikið og sýni ekki breska unglinga í réttu ljósi og sé ekki góð fyrirmynd. Mér er alveg sama og maður getur ekki annað en elskað skíthælinn Tony, anorexíusjúklingin hana Cassie og stónerinn Chris svo að dæmi séu tekin. Þátturinn tekur á alvöru málefnum sem margt ungt fólk er að kljást við í dag.
Orðrómur er um að mynd sé á leiðinni svo hefur einnig verið gefin út skáldsagan Skins.





sería 3-4
Sería 1-2




















Friends
Flokkur: grín
Þennan þarf vart að kynna. Hann fjallar um 6 vini sem búa í New York og líf þeirra.
Það var erfitt að velja á milli Friends og How I met your mother, en á endanum valdi ég Frinds. Ástæðan er einfaldlega að mér finnst Friends vera stöðugra, þ.e. það var alltaf gott kom varla niðursveifla á meðan HIMYM hefur verið að dala seinustu tvær seríur og nær ekki húmornum á sama stig og hann var í fyrri seríum.
Friends er alltaf fyndið sama hversu oft maður horfir á það og er ég búin að horfa á suma þætti ábyggilega meira en 10x. Það sem er líka skemmtilegt við Friends að næstum allir hafa séð allavega einn þátt af því og alltaf hægt að tala um hann, þátturinn virðist höfða til flestra. Margt sem gerist í Friends gerist í daglegu lífi og lendir maður oft í því að tengjast eitthvað sem gerist í enhverjum Friendsþætti og margir í kringum mann hlæja líka. 
Friends er líka tiltölulega einföld hugmynd og er kannski ekki mikill söguþráður þannig séð og þessi þáttur er það sem kemst næst að endurspegla líf venjulegs fólks. Aðrir þættir gætu tekið sér friends sér til fyrirmyndar, þátturinn sýmir að það þarf ekki alltaf einhverja svaka söguþræði til að þátturinn gangi upp. Oft er bara nóg að hafa þetta einfalt.
Það er líka svo gaman að sjá hvað þau eru öll ólík og skapar það oft fyndnar aðstæður.
Til gamans má geta þá kenndi þátturinn mér muninn á þriðjudegi (Tuesday) og fimmtudegi(Tursday) á ensku með aðferð sem Joey (einn karakterinn) beitir.
Mæli eindregið með þessum. Ef þú hefur ekki horft á hann drífðu þig þá í að byrja og þú þarft ekkert að grípa inn í seríu eitt heldur getur gripið inn í þáttinn hvar sem er. Besta serían að mínu mati er 5 og 1 (þær eru 10 talsins).

Þetta var listinn minn og nokkrir af mínum fjölmörgu uppáhaldsþáttum. Ástæðan fyrir því að mér líkar betur við þætti en bíómyndir er sú að þegar ég horfi á myndir langar mig oft í meira, en í þáttunum get ég fylgst með fólkinu aftur og aftur.

Sunday, September 19, 2010

Maraþonmyndin!

Gerð maraþonmyndarinnar var erfiðari en ég bjóst við. Ég hélt að þetta myndi taka að hámarki svona 2 tíma.
Tökur gengu nú bara ágætlega en dálítill tími fór fyrst í að læra á myndavélina en þegar við vorum búin að ná tökum á henni fóru tökur að ganga hraðar fyrir sig.

Einna mesti tíminn fór í bekkjaratriðið í byrjun myndarinnar og vorum við frá svona 3 tima að taka það upp (mesti tíminn fór í að læra á vélina þar).

Myndin var tilbún kl. 10 um kvöldið en þá áttum við eftir að setja tónlistina inn á. Það hefði tekið skemmri tíma ef snúran og fjarstýringin hefðu verið í töskunni. við eyddum svona 2 tímum í að leyta að snúru sem passaðisem aldrei fannst svo að við þurftum að leyta annarra ráða. Myndin var loks tilbúin svona hálf 2 um nóttuna.

Sem sagt þetta var mun efiðara en ég hélt og tímafrekara. Mjög mikill tími fór líka í að spóla til baka yfir senur sem tókust ekki og finna rétta staðinn til að byrja á, þ.a. fyrir vikið þá hefðum við tekið helmingri styttri tíma í tökur. Myndin fannst mér takast vel betur en ég bjóst við og ég er ánægð með hana. Maður sér samt svo vel gallana í sinni eigin mynd og er maður alltaf mest gagngrýnin við sjálfan sig. Sem betur fer voru mistök (gallarnir) í myndinni ekki margir og smávægilegir miðað við aðstæðurnar sem við fengum en þó voru atriði í myndinni sem ég hefði viljað taka aftur.

Það var mjög gaman að taka upp þessa mynd þrátt fyrir tíman sem þetta tók og ég hlakka til gerð heimildarmyndarinnar!

Mér fannst hinar myndirnar allar góðar og erfitt var að skera úr hver þeirra var best. Greinilegt var að allir vönduðu sig við gerð myndanna og lögðu í þær mikla vinnu.

Sunday, September 12, 2010

Forrest Gump

Forrest Gump
Um síðustu helgi horfði ég á myndina Forrest Gump. Myndin kom út 1994 en gerist á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Myndin fjallar um hinn góðhjartaða Forrest Gump sem elst upp hjá mömmu sinni í sveit í Georgíu fylki. Hann hefur lága greindarvísitölu á þess vegna ekki að komast inn í skóla en vegna baráttu mömmu hans fær hann þó skólavist. Engum krakkanna líkar vel við Forrest og eignast hann aðeins einn vin hana Jenny.
Forrest er einfaldur og er skrýtið að sjá hvernig hann sér heiminn öðruvísi en flestir. Hann skynjar oft ekki aðstæðurnar, hann skyldi t.d. ekki að pabbi Jennyar var að misnota hana þegar þau voru lítil og að hún ætti þess vegna erfitt.                                                                                                                                                         Forrest afrekar mikið í lífi sínu hann fær orðu fyrir víetnamstríðið þar sem hann bjargaði lífum nokkra manna. Í stríðinu eiganðist hann tvo góða vini, Bobby og Lt. Dan sá síðarnefndi átti eftir að reynast honum vel.                                                                                                                                                           Forrest hvatti fólk til að hlaupa með hlaupum sínum þvert yfir Bandaríkin. Hann fór einnig á heimsmeistaramótið í borðtennis og vann sér þar inn pening. Forrest og Lt. Dan fóru saman fyrir þá peninga í rækjurekstur. Reksturinn byrjar hörmulega fyrst en með heppni sinni fá þeir á endanum mikinn pening út úr rækjurekstrinum og fjárfestir Dan í Applefyrirtækinu fyrir gróðann. Forrest þarf aldrei að hugsa um peninga aftur og lifir góðu lífi á gróðanum. Forrest hittir auk þessa nokkrum sinnum forseta Bandaríkjanna. 
Þrátt fyrir þessi afrek þá hugsar hann samt bara um æskuástina hana Jenny.

Forrest að hlaupa
Myndin er vel  gerð og ávallt virðist Forrest vera mjög heppinn og kemst áfram á eigin þrautsegju. Hann er barnalegur og veit ekki hversu mikið hann hafði áorkað í raun og veru og afleiðingar gjörða sinna. Forrest skynjaði t.d. aldrei andúðina sem sumir sýndu gegn hermönnum á þessum tíma.
Myndin sýnir vel byltingartímana sem áttu sér stað á þessum tíma m.a. víetnam stríðið og hippana.  Í myndinni kemur líka fram margir frægir listamenn þess tíma s.s. John Lennon, Elvis Presley, Richard Nixon og JFK.  Frægasta setning myndarinnar er án efa ,,Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvaða mola þú færð“ ("life is just like a box full of chocolate, you never know what your are gonna get"). Fleiri skemmtilegar setningar eru í myndinni eins og ,,Run Forrest, run" og ,,Hi, I'm Forrest, Forrest Gump".
Forrest og John Lennon saman í sjónvarpsþætti
Myndin er mjög vel leikin enda fer Tom Hanks með hlutverk Forrest Gump

Myndin endar  með því að Jenny og Forrest giftast, þó að hún sé dauðvona. Jenny deyr stuttu seinna og Forrest elur upp son þeirra.                                                                                                                                Myndin sýnir okkur að ástin getur kviknað hjá hverjum sem er. Þó að Jenny hafi verið treg að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hún elskaði Forrest þá sá hún að sér. Myndin sýnir okkur líka að maður má ekki afskrifa neinn, fólk getur áorkað meira en maður dettur í hug eins og Forrest sýndi vel. Ég var búin að gleyma hvað þetta væri góð og skemmtileg mynd en líka átakanleg. Ég gef henni 4* af 5.
Ég enda þessa færslu með myndum af Jenny og Forrest